Viltu ekki fá eitthvað til baka frá tryggingafélaginu þínu? Við gefum Stofnfélögum okkar 10% afslátt af tryggingum og síðan fá þeir endurgreiðslu eftir tjónlaust ár.
Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjöldunum, þeir fá árlega Stofnendurgreiðslu (ef tjónlaus eftir árið) og hafa auk þess aðgang að Vegaaðstoð Sjóvá.
"Það er hryllilega leiðinlegt að lenda í tjóni og þurfa að snúa sér til ykkar fyrir aðstoð en þið megið vera stolt af því að þegar ég hef þurft á ykkur að halda þá hafa svörin komið skjótt, hvort sem samskipti fara fram í gegnum síma eða rafrænt. Ég hef alltaf upplifað hlýtt viðmót frá starfsfólki sem mér finnst stórkostlegt. Takk fyrir mig."
- Viðskiptavinur Sjóvá
Ef þú ert tjónlaus og skilvís færðu Stofnendurgreiðslu, sem nemur 10% iðgjalda þeirra trygginga sem falla undir Stofn.
Páll hefur til dæmis fengið endurgreiðslu úr Stofni í 17 af þeim 20 árum sem hann hefur verið hjá Sjóvá. Hin árin fékk hann bætt tjón (sem er alltaf meira en Stofnendurgreiðsla).
Til viðbótar fá Stofnfélagar:
Ef þú kaupir Fjölskylduvernd og tvær aðrar tegundir trygginga úr listanum hér að neðan ferð þú sjálfkrafa í Stofn.
Smáa letrið. (Þarf alltaf að vera smátt letur?)
1 Ef þú ert með Fjölskylduvernd og tryggir auk þess tvo einkabíla eða einkabíl og mótorhjól kemst þú í Stofn. Gildir ekki um atvinnubifreiðar s.s. leigubíla.
2 Þessar þrjár tryggingar teljast saman sem ein tegund tryggingar. Ef þú ert t.d. með Líftryggingu og Barnatryggingu telst það sem ein tegund tryggingar í Stofni.