Af hverju ættir þú að vera í Stofni?
Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.
"Það er hryllilega leiðinlegt að lenda í tjóni og þurfa að snúa sér til ykkar fyrir aðstoð en þið megið vera stolt af því að þegar ég hef þurft á ykkur að halda þá hafa svörin komið skjótt, hvort sem samskipti fara fram í gegnum síma eða rafrænt. Ég hef alltaf upplifað hlýtt viðmót frá starfsfólki sem mér finnst stórkostlegt. Takk fyrir mig."
- Viðskiptavinur Sjóvá
Kostir þess að vera í Stofni:
- Ef þú ert tjónlaus og skilvís færðu Stofnendurgreiðslu, sem nemur 10% iðgjalda þeirra trygginga sem falla undir Stofn.
- Þú færð betri kjör með Stofnafslætti af tilteknum tryggingum, u.þ.b. 10% ódýrari í flestum tilfellum.
- Þú færð 20% afslátt af barnabílstólum hjá AB varahlutum og Ólavíu & Ólíver og 10% hjá Nine Kids
- Þú færð allt að 15% afslátt af dekkjum
- Þú getur nýtt þér Vegaaðstoð Sjóvár án endurgjalds
- Þú færð 15% afslátt af almennum vörum hjá AB varahlutum
- Þú færð afslátt af öryggis- og barnavörum hjá Ólavíu og Oliver
- Þú þarft ekki að borga svokallaðan iðgjaldsauka vegna tjóns sem tryggt er í lögbundinni ökutækjatryggingu.
- Þú getur valið um að fá bílaleigubíl í allt að viku eða fá greiddan afnotamissi ef skemmdir á einkabílnum þínum eru bættar úr kaskótryggingu
Svona kemst þú í Stofn:
Ef þú kaupir Fjölskylduvernd og tvær aðrar tegundir trygginga úr listanum hér að neðan ferð þú sjálfkrafa í Stofn.
- Fjölskylduvernd - Fjölskylduvernd er alltaf grunnurinn að Stofni
- Lögboðin ökutækjatrygging einkabíls eða mótorhjóls 1
- Kaskótrygging einkabíls eða bifhjóls
- Fasteignatrygging
- Sjúkra- og slysatrygging
- Almenn slysatrygging
- Líftrygging, Sjúkdómatrygging, Barnatrygging 2
- Sumarhúsatrygging