Vildarþjónustan Stofn

Okkur finnst að þeir sem sameina sínar tryggingar hjá Sjóvá eigi að njóta meiri þjónustu og betri kjara. Þess vegna bjóðum við þeim vildarþjónustuna Stofn.

Ef þú kaupir Fjölskylduvernd og tvær aðrar tegundir trygginga úr listanum hér að neðan ferð þú sjálfkrafa í Stofn.

 • Fjölskylduvernd - Fjölskylduvernd er alltaf grunnurinn að Stofni
 • Lögboðin ökutækjatrygging einkabíls eða mótorhjóls 1
 • Kaskótrygging einkabíls eða bifhjóls
 • Fasteignatrygging
 • Sjúkra- og slysatrygging
 • Almenn slysatrygging
 • Líftrygging, Sjúkdómatrygging, Barnatrygging 2
 • Sumarhúsatrygging

 

Smáa letrið

1 Ef þú ert með Fjölskylduvernd og tryggir auk þess tvo einkabíla eða einkabíl og mótorhjól kemst þú í Stofn. Gildir ekki um atvinnubifreiðar s.s. leigubíla.

2 Þessar þrjár tryggingar teljast saman sem ein tegund tryggingar. Ef þú ert t.d. með Líftryggingu og Barnatryggingu telst það sem ein tegund tryggingar í Stofni.

 • Ef þú ert tjónlaus og skilvís færðu Stofnendurgreiðslu
 • Þú færð betri kjör með Stofnafslætti af tilteknum tryggingum
 • Þú færð 20% afslátt af barnabílstólum
 • Þú færð allt að 15% afslátt af dekkjum
 • Þú getur nýtt þér Vegaaðstoð Sjóvár án endurgjalds
 • Þú færð afslátt af öryggis- og barnavörum hjá Ólavíu og Oliver
 • Þú greiðir ekki iðgjaldsauka
 • Þú færð 30% afslátt af kostnaði við greiðsludreifingu
 • Þú getur valið um að fá bílaleigubíl í allt að viku eða fá greiddan afnotamissi ef skemmdir á bílnum þínum eru bættar úr kaskótryggingu
SJ-WSEXTERNAL-2