Ferðatryggingar á ferðalögum erlendis

Ef þú vilt vera tryggður fyrir áföllum sem kunna að koma upp á ferðalaginu þá bjóðum við upp á ferðasjúkra- og ferðarofstryggingu, ferðaslysatryggingu og farangurstryggingu. Þessar tryggingarnar getur þú keypt stakar eða allar saman eftir því hverjar þarfir þínar eru hverju sinni.

Ferðasjúkrakostnaðartrygging

Tryggingin greiðir sjúkrakostnað vegna sjúkdóms eða slyss auk þess sem greiddur er kostnaður sem fellur til vegna fráfalls á ferðalagi erlendis. Tryggingin veitir þér aðgang að SOS-neyðarþjónustu vegna alvarlegra veikinda og slysa á ferðalagi.

Ef sá sem tryggður veikist eða slasast á ferðalagi erlendis greiðir tryggingin kostnað vegna:

 • Læknishjálpar, til dæmis vegna heimsókna til læknis
 • Sjúkrahúsvistar, ef sá sem er tryggður er lagður inn á sjúkrahús
 • Lyfja sem sá sem tryggður er þarf að kaupa, til dæmis vegna veikinda

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

Tryggingin greiðir ekki kostnað vegna:

 • Sjúkdóms eða slyss sem sá sem tryggður er hefur notið læknishjálpar við, áður en trygging tók gildi
 • Slyss sem verður í keppni eða við æfingar fyrir keppni í hvers konar íþróttum
 • Slyss sem verður í fjallaklifri, froskköfun eða fallhlífarstökki

Sumt af því sem hér er undanskilið er þó unnt að innifela í vátryggingunni gegn sérstöku viðbótargjaldi.

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

 • Iðgjald ferðasjúkra- og ferðarofstryggingar fer eftir fjárhæð sem tryggt er fyrir, lengd ferðarinnar, hvert er ferðast og hvort innifalin í tryggingunni er sérstök áhætta, til dæmis vegna keppni í íþróttum

Ferðaslysatrygging

Ferðaslysatrygging greiðir bætur vegna slyss á ferðalagi erlendis. Í ferðaslysatryggingunni eru alltaf örorkubætur en einnig er hægt að bæta við dánarbótum og dagpeningum.

 • Örorkubætur vegna slyss á ferðalögum
 • Tannbrot vegna slyss á ferðalögum
 • Dánarbætur vegna slyss á ferðalögum ef dánarbætur eru valdar
 • Dagpeninga vegna slyss á ferðalögum ef dagpeningar eru valdir

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

 • Tjón vegna slyss sem verður við æfingar eða keppni í íþróttum
 • Tjón vegna sjúkdóma
 • Tjón sem verður við fjallaklifur, köfun, teygjustökk eða fallhlífastökk

Sumt af því sem hér er undanskilið er þó unnt að innifela í vátryggingunni gegn sérstöku viðbótargjaldi.

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

 • Iðgjald ferðaslysatryggingar fer eftir lengd ferðar, upphæð örorkubóta, dánarbóta og dagpeninga. Eins hefur áhrif á iðgjaldið hvort innifalin er í tryggingunni sérstök áhætta til dæmis vegna keppni í íþróttum.

Farangurstrygging

Farangurstrygging bætir tjón sem verður á farangri þess sem er tryggður á ferðalagi erlendis.

Tjón á farangri sem rekja má til

 • Bruna, þjófnaðar, skemmdarverka og flutningsslysa.

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

 • Peninga, greiðslukort og vegabréf
 • Skemmdir á ferðatöskum
 • Tjón vegna ónógra eða lélegra umbúða

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

 • Iðgjald farangurstryggingar fer eftir verðmæti farangurs og lengd ferðarinnar

Forfallatrygging

Forfallatrygging greiðir bætur ef sá sem tryggður er kemst ekki í fyrirhugaða ferð. Trygginguna verður að kaupa sama dag og ferðin er keypt.

 • Tjón vegna þess að sá sem tryggður er kemst ekki í ferð vegna dauðsfalls, slyss eða skyndilegs alvarlegs sjúkdóms hans sjálfs eða nánustu fjölskyldu eða ættingja.

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

 • Tjón sem verða vegna sjúkdóms sem sá sem tryggður er var haldinn áður en tryggingin var keypt.

Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála ferðatryggingar.

 • Iðgjald forfallatryggingar fer eftir því fyrir hve mikið var greitt fyrir þá ferð sem tryggð er.

Skilmálar

Tengt efni

SOS Neyðarþjónusta

Þjónusta SOS INTERNATIONAL felst meðal annars í því að veita ráðgjöf, hafa samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur auk þess að aðstoða við heimflutning ef þess gerist þörf.

Evrópskt sjúkratryggingakort

Þeir sem ferðast til Evrópu ættu ávallt að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för sem hægt er að nota ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES- ríki.

SJ-WSEXTERNAL-3