Neyðar­þjónusta erlendis

Neyðarnúmer SOS International er +45 70 10 50 50.

SOS International sérhæfir sig í neyðaraðstoð við fólk á ferðalagi vegna alvarlegra slysa og veikinda. Ef þú ert með ferðatryggingar áttu rétt á þjónustu SOS International. Þú getur líka haft samband beint við okkur hjá Sjóvá á opnunartíma í + 354 440 2000.

Þú getur líka tilkynnt neyðartilvikið rafrænt til SOS International og fundið upplýsingar um þær sjúkrastofnanir sem eru næst staðsetningu þinni.

Minniháttar veikindi og slys á ferðalögum erlendis

Þegar upp koma minniháttar veikindi eða slys á ferðalögum erlendis á ekki að leita til SOS International neyðarþjónustu. Þá er nóg að leita aðstoðar á sjúkrastofnun eða lækni og halda vel utan um allar kvittanir fyrir útlögðum kostnaði.

SOS International - Neyðarþjónusta