Fjölskylduvernd er heimilistrygging fyrir þig, fjölskylduna þína og innbúið ykkar. Þú getur valið á milli Fjölskylduverndar 1, 2 eða 3, eftir því hvað hentar þínum þörfum best.
Við mælum með að öll þau sem halda heimili séu með Fjölskylduvernd, því það getur verið mikið fjárhagslegt áfall ef innbúið verður fyrir tjóni. Í slysatryggingu í frítíma, sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og 3, felst líka mikilvæg vernd fyrir fjölskylduna.
Samanburður milli Fjölskylduvernda | Fjölskylduvernd 1 | Fjölskylduvernd 2 | Fjölskylduvernd 3 |
---|---|---|---|
Innbústrygging | Já | Já | Já |
Innbúskaskó | Val | Já | Já |
Ábyrgðartrygging | Já | Já | Já |
Víðtæk ábyrgðartrygging vegna innbús | Nei | Nei | Já |
Ábyrgðartrygging vegna golfiðkunar | Nei | Nei | Já |
Slysatrygging í frítíma | Val | Já | Já |
Sjúkrakostnaður innanlands vegna frítímaslyss | Nei | Já | Já |
Bætur vegna sjúkrahúslegu | Nei | Já | Já |
Greiðslukortatrygging | Nei | Já | Já |
Réttaraðstoðartrygging | Nei | Já | Já |