Fjölskylduvernd er heimilistrygging fyrir þig, fjölskylduna þína og innbúið ykkar. Þú getur valið á milli Fjölskylduverndar 1, 2 eða 3, eftir því hvað hentar þínum þörfum best.
Við mælum með að öll þau sem halda heimili séu með Fjölskylduvernd, því það getur verið mikið fjárhagslegt áfall ef innbúið verður fyrir tjóni. Í slysatryggingu í frítíma, sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og 3, felst líka mikilvæg vernd fyrir fjölskylduna.
Samanburður milli Fjölskylduvernda | Fjölskylduvernd 1 | Fjölskylduvernd 2 | Fjölskylduvernd 3 |
---|---|---|---|
Innbústrygging | Já | Já | Já |
Innbúskaskó | Val | Já | Já |
Ábyrgðartrygging | Já | Já | Já |
Víðtæk ábyrgðartrygging vegna innbús | Nei | Nei | Já |
Ábyrgðartrygging vegna golfiðkunar | Nei | Nei | Já |
Slysatrygging í frítíma | Val | Já | Já |
Sjúkrakostnaður innanlands vegna frítímaslyss | Nei | Já | Já |
Bætur vegna sjúkrahúslegu | Nei | Já | Já |
Greiðslukortatrygging | Nei | Já | Já |
Réttaraðstoðartrygging | Nei | Já | Já |
Ferðavernd er ferðatrygging sem hægt er að láta fylgja Fjölskylduvernd 2 eða 3. Tryggingin gildir á ferðalagi erlendis í allt að 92 daga samfellt og tryggir fjölskylduna fyrir ýmsum kostnaði sem getur fylgt slysum eða veikindum sem upp koma á ferðalögum eða ef tjón verður á farangri.
Mörg eru með góðar ferðatryggingar í gegnum kreditkort sín og því mælum við með að þú skoðir hvort þú sért með slíkar tryggingar og hvað þær innifela.
Ef þú ert að skipuleggja ferð sem er lengri en tímabilið sem Ferðavernd eða kortatryggingar þínar ná yfir, þá mælum við með að þú hafir samband við okkur til að kaupa sérstaka ferðatryggingu. Það sama á við ef þú ætlar að stunda íþróttir eða tómstundir sem fela í sér sérstaka áhættu og eru þar með undanskildar í Ferðavernd eða öðrum ferðatryggingum.
Nánari upplýsingar um Ferðavernd er að finna í skilmálum Fjölskylduverndar 2 og 3.
Nánari upplýsingar um skilmála kortatrygginga er að finna hjá þínum viðskiptabanka.