Brunavarnir

Afar mikilvægt er að sinna brunavörnum heimilisins vel. Dæmin sýna að hægt er að koma í veg fyrir bruna á heimilum með því að koma upp einföldum búnaði og fara reglulega yfir hann.

Þannig tryggjum við öryggi fjölskyldunnar og komum í veg fyrir tjón á heimili okkar.

Reykskynjarar

Reykskynjarar eru eitt einfaldasta og áhrifaríkasta öryggistækið sem þú getur sett upp hjá þér. En gott er að hafa í huga nokkur atriði þegar þeir eru settir upp. 

Flóttaleiðir og flóttaáætlun

Nauðsynlegt er að fjölskyldan geri áætlun um hvernig á að yfirgefa heimilið ef eldur kemur upp. Best er að allt heimilisfólk taki þátt í að gera áætlunina og æfi hana síðan.

Slökkvitæki

Slökkvitæki til heimilisnota henta á mismunandi tegundir elds.

Eldvarnateppi

Töluverð eldhætta fylgir notkun á olíu og feiti í eldhúsum. Því er mikilvægt að hafa eldvarnateppi þar.

Eldvarnarteppi á að setja upp á sýnilegum og aðgengilegum stað í eldhúsi. Þó ekki svo nálægt eldavél að erfitt verði að ná til þess ef eldur kemur upp.

Vertu vakandi fyrir hættu

Flesta bruna á heimilum má rekja til rafmagns eða rafmagnstækja. Einnig þarf að fara varlega við notkun á gasi og kertum.

Tilkynna tjón