Sparnaðarlíftrygging

Sparnaðarlíftrygging sameinar kosti líftryggingar og reglubundins sparnaðar. Hún gefur þér kost á að ávaxta mánaðarlegan sparnað þinn hjá traustum aðila og býður um leið upp á líftryggingu. Þannig byggir þú upp fjárhagslegt öryggi til framtíðar.

Hvernig virkar Sparnaðarlíftrygging?

Þú slærð tvær flugur í einu höggi með kaupum á Sparnaðarlíftryggingu. Þú byrjar að spara reglulega og tryggir þínum nánustu lágmarksgreiðslu ef þú fellur frá á samningstímanum. Skýringarmyndin hér að neðan sýnir samspil líftryggingar og sparnaðar.

Hvernig virkar Sparnaðarlíftrygging?
Hvernig virkar Sparnaðarlíftrygging?
Líftryggingarfjárhæð

Bláa línan táknar líftryggingarfjárhæðina sem sparnaðarlíftrygging greiðir að lágmarki
til rétthafa ef þú fellur frá á samningstímanum.

Sparnaður
Rauðleita svæðið táknar sparnaðinn og sýnir hvernig hann getur vaxið eftir því sem
líður á samningstímann.
Breyting á líftryggingarfjárhæð
Gulleita svæðið sýnir hvernig líftryggingin breytist eftir því sem sparnaðurinn vex.

Meira um Sparnaðarlíftryggingu

Þú getur breytt

Þú getur alltaf lagt inn til að hækka sparnaðinn eða breytt samsetningu sparnaðar, hækkað eða lækkað mánaðargreiðslurnar.  Lágmarksfjárhæð líftryggingar er kr. 250.000 og lágmarks mánaðargjald er 6.000 krónur á mánuði

Auðvelt að skipta

Ef almennri líftryggingu er breytt yfir í Sparnaðarlíftryggingu þarf ekki að fylla út nýja heilsufarsyfirlýsingu nema verið sé að hækka líftryggingarfjárhæð.

Iðgjaldatrygging

Iðgjaldatrygging er viðbótartrygging, þar sem tryggingartaki sparar áfram þó starfsorka skerðist tímabundið um 2/3 eða meira. Ekki seld eldri er 55 ára og gildir lengst til 65 ára aldurs.

Skattamál

Við útborgun sparnaðar í samningslok er greiddur fjár¬magn¬s¬tekju-skattur af ávöxtun eins og skatta¬lög kveða á um. Bætur líftryggingarinnar eru hins vegar skattfrjálsar.

Upphafskostnaður

Upphafskostnaður Sparnaðarlíftryggingar er fyrstu 5 mánaðargreiðslurnar. Upphafskostnaður greiðist einnig af hækkun ef mánaðargreiðslur eru hækkaðar á fyrstu 5 árum samningstímans.

Iðgjald líftryggingar

Iðgjald líftryggingar fer stiglækkandi eftir því sem sparnaður eykst.

Lágmarksgreiðsla

Lágmarksgreiðsla er kr. 6.000 á mánuði eða kr. 72.000 á ári. Mánaðarleg greiðsla er ákveðin í upphafi og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Lágmarksfjárhæð þarf þó að standa undir iðgjöldum þeirra trygginga sem standa á bakvið samninginn. Ekkert hámark er á mánaðarlegum greiðslum.

Hvað gerist við lok samningstímans ef sparnaðurinn hefur ekki náð líftryggingarfjárhæðinni?

Tryggingartaki á rétt á að halda þeirri líftryggingarfjárhæð sem er í gildi þegar samningi lýkur eða til 70 ára.

Frekari upplýsingar

 • Þóknun (2%) er dreginn af hverri mánaðargreiðslu áður en einingar eru keyptar. 
 • Árlega reiknast 0,5% af sparnaði vegna umsýslugjalds.
 • Bætur líftryggingar eru greiddar þeim sem hinn tryggði skráir sem rétthafa samkvæmt samningi.
 • Ef samningi er slitið á fyrstu 10 árunum fylgir því kostnaður. Á fyrstu 5 árum frá undirritun samnings er kostnaðurinn tvær mánaðargreiðslur. 5- 10 árum frá undirritun samnings er kostnaðurinn ein mánaðargreiðsla. 

Þú getur sent fyrirspurnir og ósk um breytingar til: sjovalif@sjova.is eða haft samband við okkur í síma 440 2000.

Sjóðir sparnaðarlíftrygginga

Yfirlit sjóða

Aðrar upplýsingar

Þegar þú gerir samning um Sparnaðarlíftryggingu tekur þú ákvörðun um eftirfarandi:

 
 • Fjárhæð líftryggingar: Það er sú fjárhæð sem rétthöfum er greidd ef þú fellur frá á samningstímanum. Lágmarkslíftryggingarfjárhæð er kr. 250.000.
 • Fjárhæð mánaðargreiðslu: Mánaðargreiðslan eiginlegt iðgjald sparnaðarlíftryggingarinnar. Þú þarft að ákveða þá fjárhæð og fyrir hana eru keyptar einingar í sjóðum sparnaðarlíftryggingar þegar allur kostnaður hefur verið dreginn frá auk iðgjalds fyrir líftryggingarhlutann. Lágmarks mánaðargreiðsla er kr. 6.000 sem hækkar árlega í samræmi við vísitölu neysluverðs. Þú getur alltaf hækkað eða lækkað greiðsluna á samningstímanum en þó ekki niður fyrir lágmarksgreiðsluna. Lágmarksgreiðslan þarf að standa undir iðgjaldi líftryggingarhlutans.
 • Samningstími: Þú þarft að tilgreina hve lengi þú vilt spara með Sparnaðarlíftryggingu. Lágmarkssamningstími er 10 ár.
 • Útgreiðsla sparnaðar við samningslok: Í lok samnings færð þú sparnaðinn greiddan út ásamt ávöxtun. Þú getur líka framlengt hann.
 • Útgreiðsla við andlát: Ef þú fellur frá áður en samningstíminn er liðinn, fá rétthafarnir sem þú valdir greiddan út sparnaðinn þinn. Sé það sem þú hefur sparað auk vaxta lægra en líftryggingarfjárhæðin sem þú valdir í upphafi, greiðir sparnaðarlíftryggingin mismuninn.
 • Skattalegt hagræði: Þú þarft ekki að greiða eignaskatt af uppsöfnuðum sparnaði. Bætur sparnaðarlíftryggingar eru skattfrjálsar, þ.e. rétthafar þurfa hvorki að greiða tekju-, né erfðarfjárskatt af bótunum. Þú þarft hins vegar að greiða fjármagnstekjuskatt af ávöxtun sparnaðarins við útborgun hans.
 • Iðgjaldatrygging: Þú getur bætt við iðgjaldatryggingu. Hún tryggir áframhaldandi mánaðargreiðslur ef starfsorka þín skerðist um tvo þriðju eða meira. Grunniðgjald hennar er 2,25% af mánaðargjaldi sparnaðarlíftryggingar, en getur breyst ef starfi þínu fylgir aukin áhætta.
 • Ef fyrirtæki greiðir sparnað fyrir starfsmenn ber starfsmanni að telja greiðslur sparnaðarlíftryggingarinnar fram sem hlunnindi á skattframtali sínu.
SJ-WSEXTERNAL-2