Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Á vefnum okkar er einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón. Þannig getur þú brugðist við hvenær sem tjónið verður og afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.
• Við ráðleggjum þér að tilkynna tjónið eins fljótt og mögulegt er. Tilkynna tjón á innbúi og/eða lausamunum.
• Í flestum tilfellum þurfum við eftirfarandi gögn:
• Kaupnóta/kvittun fyrir tjónsmun - Ef þú átt ekki kaupnótu/kvittun fyrir kaupum á því sem skemmdist getur þú nálgast hana hjá versluninni/söluaðilanum.
• Myndir - Í sumum tilvikum þurfum við myndir af því sem skemmdist
Ef frekari gögn eða upplýsingar vantar höfum við samband við þig.
• Í flestum tilvikum miðast bætur við verð á nýjum eða sambærilegum hlut og þeim sem skemmdist. Þó verður að taka tillit til afskrifta hlutarins og eigin áhættu.
• Afskriftareglur má finna í skilmálum Fjölskylduverndar sjá afskriftatöflu hér fyrir neðan:
Ár án aldurs frádr. | Eftir það árl. frádr. | |
Fatnaður fullorðinna | 1 ár | 20% |
Fatnaður barna | 1 ár | 30% |
Gleraugu | 1 ár | 10% |
Rafmagnstæki | 1 ár | 20% |
Tómstundaáhöld | 1 ár | 15% |
Myndavélar | 2 ár | 10% |
Reiðhjól | 1 ár | 20% |
Skíða- og viðlegubúnaður | 1 ár | 20% |
Frádráttur getur þó hæstur orðið 70%.
• Tölvur og spjaldtölvur afskrifast um 25% á 12 mánaða fresti frá kaupdegi til tjónsdags og afskrifast að fullu á 5 árum. Símar, snjallsímar, snjallúr og fylgihlutir þeirra afskrifast um 20% á sex mánaða fresti frá kaupdegi til tjónsdags og afskrifast að fullu á 30 mánuðum.
• Þegar tjón hefur verið tilkynnt fer málið til vinnslu hjá tjónadeild og við sendum þér tölvupóst þar sem farið er yfir næstu skref.
• Markmið okkar er að svar berist ekki seinna en næsta virka dag eftir að tjónstilkynning berst.
Fjölskylduvernd 1 | Fjölskylduvernd 2 | Fjölskylduvernd 3 |
31.800 kr.* | 27.800 kr.* | 21.400 kr.* |
*Eigin áhætta í innbúskaskótjónum miðað við gildandi vísitölu hverju sinni.