Með snjalltryggingu Sjóvá eru tækin tryggð. Síminn, fartölvan og líka reiðhjólið, allt er þetta tryggt fyrir um það bil 375 kr á viku.
Snjalltrygging Sjóvá er trygging sem hentar sérstaklega vel ungu fólki. Það skiptir okkur öll máli að geta haldið sambandi við vinina, horft á uppáhaldsþáttinn, skráð hlaupið í Strava og hlustað á podcast í Strætó.
En það er líka ömurlegt ef síminn skemmist.
Snjalltrygging Sjóvá er sniðin að hraða og þörfum nútímans. Við komum til bjargar ef síminn skemmist óvænt svo að þú getir haldið gleðinni.
Snjalltrygging er fyrst og fremst hugsuð fyrir einstaklinga á aldursbilinu 18 til 25 ára sem búa í foreldrahúsum.
Síminn, fartölvan, reiðhjólið og rafmagnshlaupahjólið þitt eru tryggð í Snjalltryggingu.
Snjalltryggingin kostar 1.500kr á mánuði. Það gera 375 krónur á viku.
Það fer eftir hvað hann er gamall þegar óhappið verður. Notaðir hlutir eru verðminni en nýir. Þess borgum við lægri bætur fyrir sex mánaða gamlan síma en nýjan. Það kallast afskriftir þegar verðgildi tryggðra hluta lækkar.
Í Snjalltryggingu eru afskriftir hægari en í sambærilegum tryggingum sem þýðir að greiddar bætur geta verið hærri en í hefbundnum fjölskyldu- og heimilistryggingum.
Þú færð semsagt bætur sem miðast við verð á nýjum sambærilegum síma, með afskriftum. Stundum færðu minna en þú vonar en stundum færðu líka meira en þú hélst.