Kaskótrygging

Það skiptir miklu máli hvar þú Kaskó­tryggir bíl­inn þinn. Hjá Sjóvá er bíll­inn þinn tryggður fyrir alls kyns tjónum sem eru ekki bætt ann­ars staðar.

Sjóvá er eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður upp á kaskótryggingu sem bætir öll tjón sem verða á ökutækjum vegna skyndilegra, óvæntra og utanaðkomandi atvika, sem ekki eru sérstaklega undanþegin í skilmálum.

 

Fáðu tilboð í Kaskótryggingu

Dæmi um nokkur tjónsatvik sem eru bætt úr Kaskótryggingu hjá Sjóvá en ekki úr hefðbundnum Kaskótryggingum annarra

 

Tjónsatburður Okkar Kaskó Kaskó hjá öðrum
Hlutir falla á ökutækið
Dæmi: Ef hluti farms fellur af vörubíl á ökutækið eða ef eitthvað fellur t.d. af þaki, vegg eða í bílskúr á ökutækið og skemmir það.
Bætt Ekki bætt
Snjór eða grýlukerti falla af þaki eða þakköntum húsa á ökutækið
Dæmi: Þú leggur ökutækinu við verslun og grýlukerti fellur af þaki verslunarinnar á ökutækið.
Bætt Ekki bætt
Fok
Dæmi: Eitthvað fýkur á ökutækið og skemmir það (annað en jarðefni).
Bætt Einungis bætt í ofsaveðri
Búfénaður skemmir ökutækið
Dæmi: Skemmdir vegna sauðfjár, hesta, hreindýra og nautgripa. Þekkt eru dæmi þess að hestar naga bíla.
Bætt Ekki bætt eða háð takmörkunum
Bolti eða önnur leikföng skemma ökutækið
Dæmi: Fótbolta er sparkað í bíl og rispar eða dældar hann.
Bætt Mismunandi
Þjófnaður á einstökum hlutum ökutækis
Dæmi: Dekk, felgur o.fl.
Bætt Einungis hljómtæki bætt
Málning skemmir lakk á bíl
Dæmi: 
Málning úðast yfir bíl sem lagt er við hús sem verið er að mála eða ekið er yfir blauta vegamálningu.
Bætt Ekki bætt
Skemmdir af völdum snjó- og hálkueyðingar
Dæmi:
Ökutækið verður fyrir skemmdur af völdum salt- eða sanddreifingarbíls við hálkuvarnir eða snjóruðningstæki við snjómokstur.
Bætt Ekki bætt

 

Hvað er bætt?

Tjón sem verða á ökutækinu vegna skyndilegra og óvæntra, utanaðkomandi atvika, sem ekki eru sérstaklega undanskilin í skilmála, svo sem þegar:

 • Ökutæki lendir í árekstri þar sem það veldur tjóni
 • Snjór eða grýlukerti falla af þaki húss á ökutækið
 • Ökutækið veltur
 • Tjón verður af völdum eldinga, grjóthruns, skriðufalls og snjó-, aur- og vatnsflóðs
 • Þegar dekkjum og felgum eða öðru er stolið af ökutækinu
 • Ökutækið rekst niður í akstri og yfirbygging skemmist
 • Hestar naga eða skemma ökutækið
 • Tjón af völdum eldsvoða
 • Tjón á ökutækinu af völdum þjófnaðar og þjófnaðartilrauna
 • Tjón af völdum óveðurs, þó ekki vegna skemmda af völdum jarðefna s.s. sands
 • Ef ökutækið verður óökuhæft vegna kaskótjóns, greiðum við kostnað við flutning ökutækisins til næsta verkstæðis

Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar.

 • Tjón vegna vélarbilanir eða skemmdir og slit sem verða af eðlilegri notkun
 • Tjón vegna foks lausra jarðefna t.d. ef sandfok skemmir lakk á bíl
 • Tjón ef vatn flæðir inn í bíl eða vél þegar ekið er yfir óbrúaðar ár
 • Tjón sem verður í aksturskeppni
 • Tjón vegna hefðbundinnar umgengni svo sem vegna reykinga eða neyslu drykkja

Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar.

 • Notkun hefur áhrif á iðgjaldið til dæmis er ekki sama iðgjald á einkabíl og bílaleigubíl
 • Gerð bíls hefur áhrif á iðgjaldið til dæmis er ekki sama iðgjald fyrir Yaris og BMW X5
 • Aldur ökutækis hefur áhrif á iðgjaldið. Þannig er dýrara iðgjald fyrir nýjan bíl en 10 ára bíl sömu tegundar.
 • Eigin áhætta hefur áhrif á iðgjaldið þannig að eftir því sem hærri eigin áhætta er valin lækkar iðgjaldið.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi kaskótryggingar einkabíla og mótorhjóla.

Spurt og svarað

 • Ef þú ert með ökutækið þitt kaskótryggt hjá Sjóvá þarftu ekki að gera neitt. Allar kaskótryggingar hjá okkur eru víðtækar. 
 • Kaskótryggingu á ökutækjum er ætlað að bæta skemmdir á eigin ökutæki komi til tjóns sem ekki fæst bætt úr öðrum tryggingum. 
 • Kaskótrygging er ekki skyldutrygging og velur fólk því sjálft hvort það vilji kaupa hana fyrir ökutæki eða ekki.
 • Þegar þú kaupir nýtt ökutæki getur bílasali eða bílaumboð sent okkur beiðni um Kaskótryggingu um leið og þú gengur frá kaupunum. Ef þú kaupir notað ökutækið þá þarftu að koma með það í skoðun á næsta afgreiðslustað okkar og við skoðum hvort við getum Kaskóktryggt ökutækið.
 • Kaskótrygging bætir ekki bilanir í bílum. Þetta á við um allar bilanir hvort sem það er vélarbilun, skemmdir sem verða þegar vökvakerfi frjósa eða þegar röng efni eru notuð s.s. smurefni eða eldsneyti.
 • Algengustu tjónin sem bætt eru úr Kaskótryggingu er þegar tveir eða fleiri bílar lenda í árekstri og þeir sem eru í órétti sækja bætur í kaskótrygginguna sína. Einnig er algengt að ekið sé á  mannvirki eins og ljósastaura, grindverk og kyrrstæða bíla. 
 • Eigináhætta, stundum kölluð sjálfsáhætta, er fjárhæð sem þú velur. Því hærri eigin áhættu sem þú velur, því lægra er verðið á tryggingunni, eða iðgjaldið. Komi til tjóns greiðir þú eigin áhættuna og tryggingin greiðir þann kostnað sem er umfram upphæð eigin áhættunnar.
 • Algengar upphæðir í eigin áhættu í Kaskó er u.þ.b. 90.000 eða 150.000 kr.
 • Í slíkum tilfellum og ef um kaskótjón verður, getur bótaskylda fallið niður og þar með ber ökumaður sjálfur ábyrgð á tjóninu og þeim kostnaði sem af því leiðir.
 • Kaskótryggingin gildir í akstri innan Evrópu í allt að 90 daga. Ef dvölin er lengri þarf að kaupa viðbót við Kaskótrygginguna því annars gildir hún ekki.
 • Athugið að þjófnaðartryggingin gildir aðeins á Íslandi.
 • Kaskótryggingin okkar er afar víðtæk. Hún nær yfir allan akstur, einnig ef ekið er um tún eða engi, í snjó og ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, vegatroðninga og/eða aðrar vegleysur. Framangreint miðast þó við að ekki sé um stórkostlegt gáleysi ökumanns að ræða.
 • Tryggingin bætir þó ekki tjón sem verða við að vatn flæðir inn í vélarhús, farþega- eða farangursrými. 

Aðrar tryggingar

Öll skráningarskyld ökutæki er skylt að tryggja með lögboðinni ökutækjatryggingu. Þeir sem hyggja á keppni á ökutæki þurfa að huga sérstaklega að tryggingum fyrir sig og ökutækið. Tengivagna s.s. hjólhýsi og hestakerrur þarf að tryggja sérstaklega.

Lögboðin ökutækjatrygging

Lögboðin ökutækjatrygging innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.

Vagnakaskó

Vagnakaskó bætir tjón á eftirvagni t.d. hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum. Tryggingin gildir bæði á Íslandi og á ferðalagi í Evrópu í allt að 90 daga.

Tryggingar í akstursíþróttum

Ef þú ætlar að keppa á ökutækinu þarf að kaupa keppnisviðauka til viðbótar við lögboðnar ökutækjatryggingar.

SJ-WSEXTERNAL-3