Slysavarnafélagið Landsbjörg

Við störfum með Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að öryggismálum og forvarnaverkefnum.

Farsælt samstarf

Allt frá stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar árið 1999 hefur Sjóvá átt farsælt samstarf við samtökin um vátryggingar, forvarnir og öryggismál. Sjóvá tryggir eignir og búnað björgunarsveita um allt land og sér til þess að björgunarfólk samtakanna, sem oft starfar við mjög erfiðar aðstæður, sé eins vel tryggt og kostur er.

Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Í kringum flugeldasölu um áramót er lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og í desember hófu félögin samstarf um Öryggisakademíuna sem er nýtt verkefni á sviði forvarna. Sjóvá hefur einnig verið bakhjarl samtakanna vegna endurhönnunar og sölu björgunarsveita um allt land á Björgvinsbeltinu.

Önnur samstarfsverkefni eru vefurinn SafeTravel.is og Hálendisvaktin þar sem hugað er að öryggi innlendra og erlendra ferðamanna. Við erum stolt af því að vera bakhjarl Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hlökkum til spennandi verkefna með þeim á komandi árum.

 

Hálendisvaktin

Frá árinu 2006 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg rekið Hálendisvaktina yfir sumartímann. Björgunarsveitir skiptast á að hafa viðveru á 5 stöðum á hálendinu og aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf.

Þetta starf hefur margoft sannað sig og hafa hóparnir aðstoðað þúsundir ferðamanna á undanförnum árum. 

Sjóvá hefur undanfarin ár styrkt þetta starf og vill með því auka öryggi ferðamanna á hálendinu.

 

SJ-WSEXTERNAL-3