Lífið er dýrmætt en það verður ekki metið til fjár. Hugleiddu hvaða áhrif það hefur ef þú fellur frá. Hefur þú til dæmis fyrir öðrum að sjá eða ert með fjárhagslegar skuldbindingar? Ef svarið er já, þá þarft þú líftryggingu.
Líftrygging greiðir rétthöfum bætur ef líftryggður einstaklingur fellur frá af völdum slyss eða sjúkdóms. Hún greiðir líka bætur vegna andláts barns líftryggðs að átján ára aldri.
Þú ákveður hverjir skulu eiga rétt á bótum úr líftryggingunni þinni og gengur frá því þegar þú sækir um hana. Hægt er að velja nokkra möguleika á umsókn um líftryggingu:
Þú getur alltaf breytt tilnefningu rétthafa eftir að líftryggingin hefur tekið gildi. Það getur t.d. verið nauðsynlegt ef breytingar verða á fjölskylduhögum þínum.
Mögulegt er að tilnefna rétthafa með óafturkallanlegum hætti en afar sjaldgæft er að þörf sé á því. Aðeins er hægt að breyta slíkri tilnefningu seinna ef skráður rétthafi samþykkir breytinguna.
Þú velur upphæð bótanna þegar þú sækir um trygginguna. Þegar upphæðin er valin er mikilvægt að taka mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum. Þeir sem reiða sig á þig fjárhagslega gætu þannig staðið við skuldbindingar þínar, s.s. greitt af húsnæðisláni, ef þú féllir frá.
Mikilvægt er að yfirfara upphæðirnar reglulega, sérstaklega þegar breytingar verða á aðstæðum. Þetta á til dæmis við þegar barn fæðist eða þegar breytingar verða á hjúskapar- eða skuldastöðu.
Þú getur slegið inn þínar forsendur í Ráðgjafa líf- og sjúkdómatrygginga hér neðar á síðunni og við leggjum til vátryggingafjárhæðir í samræmi við þær. Þú getur einnig rætt við ráðgjafa okkar í gegnum Netspjall eða í síma 440 2000.
Bætur vegna barna eru 10% af vátryggingarfjárhæð líftryggingarinnar en þó að hámarki 2.000.000 kr. vegna hvers barns.
Þú getur valið tvær iðgjaldaleiðir í líftryggingu eins og hér segir:
Ef þú reykir þá greiðir þú hærra iðgjald auk þess sem ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir geta haft áhrif líka.
Sláðu inn þær forsendur sem eiga við og ráðgjafinn leggur til vátryggingarfjárhæðir líf- og sjúkdómatrygginga í samræmi við fjölskylduhagi, tekjur og skuldir.
Ráðgjafi líf- og sjúkdómatryggingaÞað tekur bara 15 mínútur að sækja um líftryggingu á netinu. Þú getur hætt hvar sem er í umsóknarferlinu og komið aftur. Síðan klárar þú umsóknina með því að undirrita með rafrænum skilríkjum. Þú getur alltaf heyrt í okkur á netspjallinu ef þú hefur einhverjar spurningar.
Rafræn umsókn um líftrygginguViðskiptavinir sem nú þegar eru með líftryggingu í gildi geta nálgast skilmála tryggingarinnar á Mínum síðum.
Opna Mínar síður