Líftrygging

Lífið er dýrmætt en það verður ekki metið til fjár. Hugleiddu hvaða áhrif það hefur ef þú fellur frá. Hefur þú til dæmis fyrir öðrum að sjá eða ert með fjárhagslegar skuldbindingar? Ef svarið er já, þá þarft þú líftryggingu.

Hvernig virkar líftrygging?

Ef þú ert líftryggður og fellur frá af völdum slyss eða sjúkdóms á meðan tryggingin er í gildi, fá rétthafar greiddar bætur úr henni. Þú getur keypt líftryggingu ef þú hefur náð átján ára aldri og hún gildir til sjötugs. Bætur úr líftryggingu eru skattfrjálsar og greiddar til rétthafa í einu lagi.

Þú ákveður hverjir skulu eiga rétt á bótum úr líftryggingunni þinni og gengur frá því þegar þú sækir um hana. Hægt er að velja nokkra möguleika á umsókn um líftryggingu:

  • Ekki tilnefndur rétthafi: Það þýðir að maki þinn fær allar bæturnar greiddar. En athugaðu að maki er sá sem þú ert í hjónabandi eða staðfestri samvist með - ekki í óvígðri sambúð. Ef þú átt ekki maka þá þýðir þessi tilnefning að barnið þitt eða börnin þín eru rétthafar. Ef hvorki maki né börn eru til staðar þá eru bæturnar greiddar til erfingja samkvæmt lögum (sjá neðar).
  • Lögerfingjar: Ef þú velur þennan möguleika fær maki þinn 1/3 bótanna en börnin 2/3. Mundu að maki er ekki sá sem er í óvígðri sambúð.
  • Skráning rétthafa á nafn: Hér getur þú valið rétthafa, einn eða fleiri. Þessi möguleiki getur hentað þeim sem eru í óvígðri sambúð.

Þú getur valið tvær iðgjaldaleiðir í líftryggingu eins og hér segir:

  • Líftrygging með aldurstengdu iðgjaldi. Það þýðir að líftryggingarfjárhæðin er verðtryggð og iðgjaldið hækkar með aldri.
  • Líftrygging með jöfnu iðgjaldi. Þá haldast bæði líftryggingarfjárhæðin og iðgjaldið óbreytt út samningstímann.

Ef þú reykir þá greiðir þú hærra iðgjald auk þess sem ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir geta haft áhrif líka.

  • Iðgjaldafrelsi er innifalið í Líftryggingunni okkar. Það virkar þannig að ef þú missir meira en helming starfsorku þinnar, getur þú sótt um að fá iðgjaldið lækkað eða fellt niður í allt að fimm ár án þess að tryggingin skerðist.
  • Til að sækja um iðgjaldafrelsi þarf að fylla út tilkynningu um slys eða tilkynningu um veikindi. Nánari upplýsingar fást hjá ráðgjöfum Sjóvár og í skilmála líftryggingarinnar.

Líftrygging er greidd út hvort sem dánarorsök er slys eða sjúkdómur. Líftryggingabætur eru greiddar út í einu lagi og eru skattfrjálsar.

Tilkynna þarf andlát til félagsins eins fljótt og hægt er, annað hvort með því að að hafa samband í síma 440-2000 eða fylla út tilkynningu um andlát og senda á sjova@sjova.is.

Þegar andlátstilkynning hefur borist sér Sjóvá um að afla þeirra gagna sem þarf til að geta afgreitt líftryggingabætur. Reikna má með að gagnaöflun geti tekið 4 til 6 vikur.

Ráðgjafi líf- og sjúkdómatrygginga

Sláðu inn þær for­sendur sem eiga við og ráðgjaf­inn leggur til vá­trygg­ing­ar­fjárhæðir líf- og sjúk­dóma­trygg­inga í sam­ræmi við fjöl­skyldu­hagi, tekjur og skuldir.

Ráðgjafi líf- og sjúkdómatrygginga

Hvernig kaupi ég líftryggingu?

Þú þarft að fylla út umsókn þar sem þú gefur meðal annars upplýsingar um heilsufar þitt.

Nálgast umsókn um líftryggingu

Hvar finn ég minn skilmála?

Viðskipta­vinir sem nú þegar eru með líftrygg­ingu í gildi geta nálg­ast skil­mála trygg­ing­ar­innar á Mínum síðum.

Opna Mínar síður
SJ-WSEXTERNAL-3