Brunatrygging

Brunatrygging húseigna er lögboðin trygging sem bætir tjón á húseign af völdum eldsvoða.

Yfirlit yfir tryggingu

Þar sem brunatrygging er lögboðin trygging þurfa eigendur að tryggja allar húseignir gegn eldsvoða hvort sem um er að ræða hús í byggingu eða fullbúið hús. Þetta gildir um allar tegundir húsnæðis svo sem íbúðarhúsnæði, bílageymslur, atvinnuhúsnæði, útihús, sumarhús eða hesthús. Þegar þú kaupir fasteign hjá fasteignasölu sendir fasteignasalinn tilkynningu um eigendaskipti til Fasteignaskrár, en annars þarf eigandi sjálfur að ganga frá beiðni um tryggingu.

Vátryggingarfjárhæð brunatryggingarinnar miðast við brunabótamat húseignar eins og það er skráð hjá fasteignaskrá. Ef þú telur að matið á húseign sé ekki rétt, til dæmis vegna verulegra endurbóta eða viðbyggingar frá því að eignin var metin síðast, getur þú pantað endurmat hjá fasteignaskrá.

 • Tjón vegna eldsvoða
 • Tjón vegna eldingar
 • Tjón vegna sprengingar af völdum eldunartækja eða tækja til upphitunar húss
 • Tjón vegna sótfalls úr eldstæði eða kynditækjum
 • Tjón af völdum loftfars sem hrapar eða hluts sem frá því fellur
 • Tjón vegna slökkvi- og björgunaraðgerða
 • Hreinsun húseignar og brunarústa

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála brunatryggingar húseigna.

 • Tjón á innbúi, en innbú þarf alltaf að tryggja sérstaklega með Fjölskylduvernd
 • Óbeint tjón svo sem rekstrartap eða tapaðar húsaleigutekjur
 • Tjón sem orsakast af stríði, hryðjuverkum, mengun eða viðlíka atburðum
 • Tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða eða annarra náttúruhamfara. Slík tjón eru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála brunatryggingar húseigna.

 • Iðgjald brunatryggingarinnar fer eftir brunabótamati eða verðmati á húsnæði í smíðum, notkun og staðsetningu húsnæðis.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.

Með iðgjaldi brunatrygginga eru innheimt ýmis opinber gjöld sem lögð eru á alla húseigendur og miðast við vátryggingarfjárhæð brunabótamats:

Aðrar upplýsingar

Hús í smíðum

Ef um er að ræða hús í smíðum fer vátryggingarfjárhæðin eftir samkomulagi tryggingartaka og Sjóvá. Nýtt hús þarf að láta meta innan fjögurra vikna eftir að það er tekið í notkun. Hægt er að senda beiðni um brunabótamat til Fasteignaskrár á vef Þjóðskrár.

Smíðatrygging 

Tímabundin trygging sem hægt er að kaupa sem viðbótarvernd við brunatryggingu, vegna endurbóta eða viðbyggingar við húsnæði.

Viðbótarbrunatrygging

Ef þú telur að brunabótamat sýni ekki rétt verðmæti húseignarinnar er hægt að sækja um viðbótarbrunatryggingu. Það er skilyrði bótaréttar að vátryggingarfjárhæð lögboðnu brunatryggingar húseignarinnar nægi ekki til að bæta sannanlegt brunatjón.

Aðrar tryggingar

Ef þú vilt tryggja fasteignina fyrir öðrum skemmdum en bruna þarftu að kaupa fasteignatryggingu. Til að tryggja innbú þarftu Fjölskylduvernd en hún innifelur meðal annars innbústryggingu.

Fasteignatrygging

Með fasteignatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem verndar þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á íbúðarhúsnæði.

Fjölskylduvernd

Fjölskylduvernd er samsett heimilistrygging fyrir fjölskylduna og innbúið þitt. Hægt er að velja um þrjár mismunandi víðtækar tryggingar allt eftir þörfum þínum. Við ráðleggjum öllum að kaupa slíka tryggingu því mikil verðmæti geta legið í innbúi fólks og það getur verið mikið fjárhagslegt áfall verði innbúið fyrir tjóni. Mikilvæg vernd felst í Frítímaslysatryggingu sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og 3.

SJ-WSEXTERNAL-2