Viðskiptavinir okkar sem eru tjónlausir geta fengið endurgreiðslu einu sinni á ári. Páll hefur til dæmis fengið endurgreiðslu 17 sinnum þau 20 ár sem hann hefur verið í viðskiptum.
Þess vegna fá tjónlausir viðskipavinir okkar í Stofni endurgreiðslu.
Ef viðskiptavinur er með allar sínar tryggingar á endurnýjun á sama degi (hefur valið einn gjalddaga) og er enn í viðskiptum, endurgreiðum við mánuð eftir endurnýjun trygginganna.
Stofnendurgreiðslan er 10% af iðgjöldum þeirra trygginga sem falla undir Stofn. Ekki er Stofnendurgreiðsla af opinberum gjöldum sem greidd eru af tryggingum. Endurgreiðsla er reiknuð af iðgjöldum eftirfarandi trygginga:
Trygging | Undantekningar |
---|---|
Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 | Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum. |
Ábyrgðartrygging einkabíls og bifhjóls | Endurgreiðsla reiknast ekki af öðrum ökutækjum s.s. snjósleðum, fjórhjólum og atvinnubifreiðum. |
Kaskótrygging einkabíls og bifhjóls | Endurgreiðsla reiknast ekki af öðrum ökutækjum s.s. snjósleðum, fjórhjólum og atvinnubifreiðum. |
Fasteignatrygging | |
Lögboðin brunatrygging íbúðarhúsnæðis | Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum tryggingarinnar eða atvinnuhúsnæði. |
Almenn slysatrygging | |
Sjúkra- og slysatrygging | |
Sumarhúsatrygging | Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum. |
Hestatrygging | |
Hundatrygging | |
Víðtæk eignatrygging | |
Innbústrygging | Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum. |
Ábyrgðartrygging einstaklinga |
Líf-, sjúkdóma- og barnatryggingar telja til Stofns en ekki er reiknuð Stofnendurgreiðsla af þeim.
Endurgreiðslan er lögð sjálfkrafa inn á reikninginn þinn næstu mánaðamót eftir að þú hefur endurnýjað tryggingarnar hjá okkur. Við sendum þér tilkynningu í SMS og tölvupósti þegar lagt hefur verið inn á reikninginn þinn. Hafir þú ekki látið okkur fá reikningsupplýsingarnar þínar sendum við þér skilaboð til að láta vita að endurgreiðslan bíði þín inni á Mitt Sjóvá, þar sem þú getur ráðstafað henni með einföldum hætti. Eingöngu er hægt að greiða inn á reikning þess sem skráður er fyrir Fjölskylduverndinni.
Fyrir hjón og sambúðarfólk er reiknuð út ein sameiginleg Stofnendurgreiðsla sem tekur mið að iðgjöldum og tjónum beggja aðila.
Vátryggingartaki Fjölskylduverndar fær Stofnendurgreiðsluna.
Ef þú ert með allar þínar tryggingar á endurnýjun á sama degi (hefur valið einn gjalddaga) endurgreiðum við þér mánuði eftir endurnýjun trygginganna.
Viðskiptavinur er með endurnýjun allra trygginga sinna og maka 1. júní ár hvert. Endurgreiðslutímabilið er júní til júní og við endurgreiðum í júlí ár hvert.
Tjón sem þú lendir í á endurgreiðslutímabilinu koma til frádráttar ef bætur hafa verið greiddar úr tjóninu. Ef upphæð tjóns er lægri en útreiknuð Stofnendurgreiðsla færður mismuninn greiddan.
Dæmi 1
Dæmi 2
Stofnendurgreiðslan er reiknuð vegna þeirra iðgjalda sem tilheyra endurgreiðslutímabili trygginga í Stofni. Frá þeim iðgjöldum eru dregin iðgjöld sem endurgreidd eru vegna tímabils sem var næst á undan endurgreiðslutímabilinu t.d. vegna niðurfellingar tryggingar.
Það er skilyrði að þú sért í Stofni þegar Stofnendurgreiðslan fer fram. Ef þú hættir í viðskiptum áður en endurgreiðslan er send út átt þú ekki rétt á Stofnendurgreiðslu.