Stofnendurgreiðslan

Við hjá Sjóvá erum stolt af því að umbuna tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum tryggðina með Stofnendurgreiðslu.

Okkur finnst að þeir sem eru tjónlausir eigi að njóta betri kjara.

Þess vegna fá tjónlausir viðskipavinir okkar í Stofni endurgreiðslu.

 • Ert í Stofni þegar endurgreiðslan fer fram
 • Hefur verið í Stofni í að minnsta kosti einn mánuð á því tímabili sem endurgreitt er fyrir
 • Hefur greitt iðgjöld þess tímabils sem endurgreitt er fyrir
 • Ert tjónlaus á endurgreiðslutímabilinu
 • Þeir sem lenda í tjóni sem er lægra en endugreiðslan sem þeir eiga rétt á, fá mismuninn endurgreiddan.

Af hvaða tryggingum reiknast Stofnendurgreiðslan?

Stofnendurgreiðslan er 10% af iðgjöldum þeirra trygginga sem falla undir Stofn. Ekki er Stofnendurgreiðsla af opinberum gjöldum sem greidd eru af tryggingum. Endurgreiðsla er reiknuð af iðgjöldum eftirfarandi trygginga:

Trygging Undantekningar
Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum.
Ábyrgðartrygging einkabíls og bifhjóls Endurgreiðsla reiknast ekki af öðrum ökutækjum s.s. snjósleðum, fjórhjólum og atvinnubifreiðum.
Kaskótrygging einkabíls og bifhjóls Endurgreiðsla reiknast ekki af öðrum ökutækjum s.s. snjósleðum, fjórhjólum og atvinnubifreiðum.
Fasteignatrygging  
Lögboðin brunatrygging íbúðarhúsnæðis Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum tryggingarinnar eða atvinnuhúsnæði.
Almenn slysatrygging  
Sjúkra- og slysatrygging  
Sumarhúsatrygging  Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum.
Hestatrygging  
Hundatrygging  
Víðtæk eignatrygging  
Innbústrygging  Endurgreiðsla reiknast ekki af opinberum gjöldum.
Ábyrgðartrygging einstaklinga  

Líf-, sjúkdóma- og barnatryggingar telja til Stofns en ekki er reiknuð Stofnendurgreiðsla af þeim.

Hvernig nálgast ég endurgreiðsluna mína?

Endurgreiðslan er lögð sjálfkrafa inn á reikninginn þinn og færðu tilkynningu í sms og tölvupósti í kjölfarið. Hafir þú ekki látið okkur fá reikningsupplýsingarnar þínar sendum við þér skilaboð til að láta vita að endurgreiðslan bíði þín inni á Mínum síðum, þar sem þú getur ráðstafað henni með einföldum hætti.

Stofnendurgreiðsla hjóna og sambúðarfólks

Fyrir hjón og sambúðarfólk er reiknuð út ein sameiginleg Stofnendurgreiðsla sem tekur mið að iðgjöldum og tjónum beggja aðila.

Hver fær Stofnendurgreiðsluna?

Vátryggingartaki Fjölskylduverndar fær Stofnendurgreiðsluna. 

Ef þú ert með allar þínar tryggingar á endurnýjun á sama degi (hefur valið einn gjalddaga) endurgreiðum við þér mánuði eftir endurnýjun trygginganna.

 • Dæmi 1 - Ef þú ert með allar tryggingarnar á endurnýjun í júlí þá er endurgreiðslutímabilið hjá þér júlí til júlí ár hvert og við endurgreiðum þér í ágúst á hverju ári.
 • Dæmi 2 - Ef þú ert með mismunandi endurnýjunardaga þá endurgreiðum við þér í febrúar ár hvert vegna endurgreiðslutímabilsins janúar til janúar. Það sama gildir ef þú átt maka og hann velur að hafa annan endurnýjunardag en þú. Ef þú eða þið veljið að hafa sama endurnýjunardag þá endurgreiðum við ykkur mánuði eftir endurnýjun trygginganna.
Ef þú kýst að dreifa endurnýjun trygginga yfir árið endurgreiðum við þér í febrúar ár hvert, en endurgreiðslutímbilið er vegna iðgjalda sem tilheyra árinu á undan. Af hverri tryggingu er greitt iðgjald fyrir það tímabil sem tryggingin gildir en endurgreiðslutímabilið getur þá verið annað en gildistími trygginganna.

 

Nánar um útreikning Stofnendurgreiðslu fyrir viðskiptavini með allar sínar tryggingar á sama endurnýjunardegi

Viðskiptavinur er með endurnýjun allra trygginga sinna og maka 1. júní ár hvert. Endurgreiðslutímabilið er júní til júní og við endurgreiðum í júlí ár hvert.

 

 • Dæmi 1 - Viðskiptavinur er með trygging sem er endurnýjuð 1. júní 2017 og gildir til 1. júní 2018 . Fyrir þá tryggingu er greitt iðgjald kr. 50.000 í júní 2017. Af því iðgjaldi reiknast Stofnendurgreiðsla kr. 5.000 sem við endurgreiðum í júlí 2018.
 • Dæmi 2 - Sami viðskiptavinur kaupir tryggingu 1. febrúar 2018 sem gildir til 1. júní 2018. Fyrir þá tryggingu greiðir hann í iðgjald kr. 20.000. Af því iðgjaldi reiknast kr. 2.000 sem við endurgreiðum í júlí 2018.
 • Dæmi 3 - Sami viðskiptavinur kaupir tryggingu 1. maí 2017 sem gildir til 1. júní 2018 (13 mánaða tímabil). Fyrir þá tryggingu greiðir hann kr. 130.000 í iðgjald í maí 2017. 10.000 kr af því iðgjaldi er vegna tímabilsins maí til júní 2017 og við endurgreiðum kr. 1.000 í júlí 2017. Eftirstöðvar iðgjaldsins kr. 120.000 tilheyra næsta endurgreiðslutímabili júní 2017 til júní 2017 og því endurgreiðum við kr. 12.000 í júlí 2018.

Tjón sem þú lendir í á endurgreiðslutímabilinu koma til frádráttar ef bætur hafa verið greiddar úr tjóninu. Ef upphæð tjóns er lægri en útreiknuð Stofnendurgreiðsla færður mismuninn greiddan.

Dæmi 1

 • Viðskiptavinur sem er með endurnýjun allra trygginga í janúar lendir í tjóni í desember 2017. Ef búið er að greiða bætur úr tjóninu áður en næsta endurgreiðsla er greidd út í febrúar 2018 kemur það til frádráttar Stofnendurgreiðslunni. Ef bætur eru greiddar úr tjóninu síðar kemur tjónið til frádráttar í næstu Stofnendurgreiðslu í febrúar 2019.

Dæmi 2

 • Ef sami viðskiptavinur lendir í fleiri en einu tjóni á árinu 2017, til dæmis í júlí og nóvember og búið er að greiða bætur úr öðru eða báðum tjónum fyrir 1. febrúar 2018 koma þau til frádráttar Stofnendurgreiðslunni í febrúar 2018.
 • Ef bætur vegna tjónsins í júlí eru greiddar strax í júlí, en bætur vegna tjónsins í nóvember verða greiddar í mars 2018 þá kemur fyrra tjónið til frádráttar Stofnendurgreiðslu í febrúar 2018, en tjónið sem varð í nóvember mun ekki hafa áhrif á Stofnendurgreiðslu í febrúar 2019.
 • Ef bætur verða greiddar úr báðum tjónunum eftir 1. febrúar 2018 þá koma tjónin til frádráttar þegar næsta Stofnendurgreiðsla fer fram í febrúar 2019.

Stofnendurgreiðslan er reiknuð vegna þeirra iðgjalda sem tilheyra endurgreiðslutímabili trygginga í Stofni. Frá þeim iðgjöldum eru dregin iðgjöld sem endurgreidd eru vegna tímabils sem var næst á undan endurgreiðslutímabilinu t.d. vegna niðurfellingar tryggingar.

 • Dæmi - Viðskiptavinur greiðir kr 300.00 í heildariðgjöld á endurgreiðslutímabilinu júní 2017 til júní 2018. Hann átti tvo bíla og í febrúar 2017 afskráir hann annan bílinn ónýtan en tilkynnir það ekki fyrr en í júlí 2017. Endurgreitt iðgjald vegna þess bíls var kr. 20.000 í júlí vegna endurgreiðslutímabilsins 2015 - 2017. Þessi endurgreiðsla kemur því til frádráttar á næsta endurgreiðslutímabili 2017 – 2018 og Stofnendurgreiðslan reiknast af kr. 280.000 og verður því kr. 28.000.
Hvað gerist ef þú hættir í viðskiptum?

Það er skilyrði að þú sért í Stofni þegar Stofnendurgreiðslan fer fram. Ef þú hættir í viðskiptum áður en endurgreiðslan er send út átt þú ekki rétt á Stofnendurgreiðslu.

 • Dæmi - Viðskiptavinur er með Stofnendurgreiðslutímabil frá janúar til janúar ár hvert. Hann er í viðskiptum allt árið 2017, er í Stofni, greiðir öll sín iðgjöld og er tjónlaus. Í janúar 2018 segir hann upp tryggingunum vegna brottflutnings frá Íslandi. Hann missir því Stofnendurgreiðslu í febrúar 2018 þar sem hann er ekki í Stofni þegar Stofnendurgreiðslan fer fram.
SJ-WSEXTERNAL-3