Vagnakaskó

Með Vagnakaskótryggingu höfum við sett saman tryggingu sem tekur á öllum helstu tjónum sem verða á eftirvögnum. Hægt er að innifela lausafé sem tilheyrir vagninum í tryggingunni.

Yfirlit yfir tryggingu

Vagnakaskó bætir tjón á eftirvagni t.d. hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum. Tryggingin gildir bæði á Íslandi og á ferðalagi í Evrópu í allt að 90 daga.

 • Tjón af völdum áreksturs ökutækis sem dregur vagninn.
 • Eldsvoða í vagninum.
 • Tjón vegna þjófnaðar hafi vagninn verið læstur með viðeigandi öryggisbúnaði.
 • Tjón af völdum óveðurs.
 • Tjón vegna brots á ísettum rúðum.

 

Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar

 • Ef ekið er utan vega
 • Yfir óbrúaðar ár eða læki
 • Tjón af völdum sandfoks eða annarra lausra jarðefna
 • Tjón vegna galla, slits eða ófullnægjandi viðhalds

 

Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar

 • Eigin áhætta sem þú velur.
 • Verðmæti vagnsins.
 • Fokvernd - Ef þú geymir vagninn inni yfir vetrartímann getur þú lækkað iðgjaldið með því að sleppa fokvernd á tímabilinu 1. október til 30. apríl.
 • Lausafé sem tilheyrir vagninum og er innifalið í tryggingunni.

Skilmálar

Aðrar upplýsingar

 • Áður en ekið er af stað með vagninn í eftirdragi er gott að athuga hvort að hliðarspeglarnir veiti þér það útsýni sem þú þarft til að fylgjast með umferðinni í kringum þig. Ef vagninn er of breiður til að þú sjáir aftur fyrir hann á að vera með framlengingar á hliðarspeglum.
 • Það er einfalt að komast að því hvort að bíllinn ræður við vagninn því að í skráningarskírteini bílsins er gefið upp hve þungan eftirvagn bíllinn má draga.
 • Ef þú finnur ekki þessar upplýsingar er hægt að miða við þá reglu að eftirvagninn má ekki vera þyngri en helmingur af eigin þyngd bílsins.
 • Það þarf ekki að segja Íslendingum að það getur blásið duglega. Eftirvagnar þola miklu minni hliðarvind en bíllinn sjálfur og vindhviður og eftirvagnar eiga illa samleið.
 • Best er að geyma vagninn innandyra yfir vetrartímann. Þeir sem geyma vagninn inni yfir vetrartímann geta lækkað iðgjaldið á vagninum með því að sleppa fokvernd úr tryggingunni.
 • Við höfum tekið saman upplýsingar um vindasama staði á landinu og birtum þá á Vindakorti Sjóvár. Þar sérðu líka lifandi upplýsingar frá sjálfvirkum veðurstöðvum um vindstyrk, hita og umferð.
 • Fylgstu vel með veðri þegar þú ferðast með tengivagn. 

Aðrar tryggingar

Kaskótrygging

Það skiptir miklu máli hvar þú Kaskó­tryggir bíl­inn þinn. Hjá Sjóvá er bíll­inn þinn tryggður fyrir alls kyns tjónum sem eru ekki bætt ann­ars staðar.

Lögboðin ökutækjatrygging

Lögboðin ökutækjatrygging innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.

SJ-WSEXTERNAL-3