Bílrúðutrygging

Skemmdir á bílrúðum eru algengari en marga grunar og því er full þörf á bílrúðutryggingu.

Yfirlit yfir tryggingu

Við gefum alltaf Bílrúðutryggingu út með lögboðinni ökutækjatryggingu en þú hefur val um að sleppa henni. Tryggingin bætir allar rúður hvort sem það fram aftur- og hliðarrúður en tjón á framrúðum eru algengust.

Ef þú lendir í rúðutjóni er í sumum tilfellum hægt að gera við rúðuna án þess að skipta um hana. Þegar gert er við rúðuna þarft þú ekki að greiða eigin áhættu, en ef skipt er um rúðu er eigin áhætta 15% af kostnaði fyrir nýja rúðu og ísetningu.

 • Viðgerð á framrúðu, afturrúðu og hliðarrúðum.
 • Nýja framrúðu, hliðarrúður eða afturrúðu sem skipta þarf um.
 • Ísetningarkostnað.
 • Rispur eða ef flísast úr rúðu
 • Topplúgur
 • Afnotamissi vegna brotinnar rúðu
 • Skemmdir sem verða á rúðu í aksturskeppni

Aðrar upplýsingar

 • Algengast er að framrúður skemmist þegar grjót lendir á henni. Bílar sem við mætum eða ökum á eftir þeyta grjótinu upp í loft og það skýst í framrúðuna. Við getum minnkað líkurnar á skemmdum verulega með því að hægja ferðina þar sem framkvæmdir eru og búið er að lækka hámarkshraða.
 • Aukning hefur orðið á svokölluðum holuviðgerðum og þá er efnið sem sett er í holurnar oft ekki þjappað niður. Þegar svo er aukast líkur á að grjót skjótist í bílrúður. Lækkum hraðan við slíkar aðstæður og aukum bil á milli bíla þá eru minni líkur á því að við fáum grjót í rúðuna
 • Með þessum einföldu ráðum er einnig hægt að draga úr líkum á skemmdum á lakki bílsins því auðvitað getur grjótið líka lent annars staðar en í framrúðuna.
 • Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist getur framrúðuplásturinn bjargað rúðunni. Með því að setja rúðuplásturinn strax á skemmdina aukast líkurnar á því að hægt sé að gera við rúðuna
 • Plásturinn er ókeypis fyrir viðskiptavini Sjóvá og sem geta nálgast hann í útibúum okkar um land allt.
 • Ef skipta þarf um framrúðu borgar þú eigin áhættu. Með því að láta gera við rúðuna borgar Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættuna.
 • Það er mun fljótlegra að gera við rúðuna heldur en að setja nýja í bílinn sem þýðir styttri bið fyrir þig.
 • Hafðu samband við rúðuverkstæði af listanum hér.
 • Pantaðu tíma fyrir bílrúðuskipti eða viðgerð, verkstæðið sér um samskiptin við Sjóvá.
 • Verkstæðið bókar tjónið fyrir þig.
 • Þú greiðir eigin áhættuna um leið og þú sækir bílinn.
SJ-WSEXTERNAL-3