Skemmdir á bílrúðum eru algengari en marga grunar og því er full þörf á bílrúðutryggingu.
Bílrúðutrygging er alltaf viðbót við lögboðna ökutækjatryggingu (ábyrgðartryggingu ökutækis) en þú hefur val um að sleppa henni. Tryggingin bætir fram-, aftur- og hliðarrúður, en tjón á framrúðum eru algengust. Topplúgur og glerþök falla hins vegar undir kaskótryggingu, ef hún er til staðar.
Ef þú lendir í rúðutjóni er í sumum tilfellum hægt að gera við rúðuna án þess að skipta um hana. Þegar gert er við rúðuna þarft þú ekki að greiða eigin áhættu, en ef skipt er um rúðu er eigin áhætta 15% af kostnaði fyrir nýja rúðu og ísetningu.