Framrúðuplástur

Viðgerð á framrúðu sparar þér peninga, tíma og er umhverfisvænn kostur.

Hver er þinn ávinningur?

Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist, aukast líkurnar á hægt sé að gera við rúðuna þér að kostnaðarlausu ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina.

Þrír kostir við framrúðuviðgerðir

  1. Plásturinn er ókeypis fyrir viðskiptavini Sjóvá sem geta nálgast hann í útibúum okkar um land allt.
  2. Enginn viðgerðarkostnaður fyrir þig . Ef skipta þarf um framrúðu þá borgar þú eigin áhættu en með því að láta gera við rúðuna þá borgar Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættuna.
  3. Styttri viðgerðartími og minna umstang. Það er mun fljótlegra að gera við rúðuna heldur en að setja nýja í bílinn sem þýðir styttri bið fyrir þig.

Auk þess er þetta jákvætt fyrir umhverfið því senda þarf færri rúður í endurvinnslu.

Bílrúðuviðgerðir

Smelltu á hnappinn til að sjá lista yfir viðurkennd verkstæði sem annast bílrúðuviðgerðir.

Viðurkennd verkstæði
Hér má sjá myndband af framrúðuviðgerð
SJ-WSEXTERNAL-3