- Ef þú lendir í því að fá stein í rúðuna bendum við þér á framrúðuplásturinn. Sjá nánar hér. Við mælum með því að þú geymir alltaf framrúðuplástur í hanskahólfinu.
- Oft er hægt að gera við rúðuna í stað þess að skipta henni út ef framrúðuplásturinn er settur á rúðuna strax og óhapp verður til að verjast óhreinindum og raka. Með þessu getur þú mögulega sparað þér eigin áhættuna sem fylgir framrúðuskiptum.
- Hér má sjá lista yfir viðurkennd verkstæði sem annast bílrúðuskipti og tjónauppgjör fyrir Sjóvá um allt land vegna bílrúðutjóna. Við ráðleggjum þér að velja verkstæði af listanum og láta vita af tjóninu. Verkstæðið sér um að skrá tjónið og bóka tíma í viðgerð eða framrúðuskipti.
- Eigin áhættan í bílrúðutjóni er 15% af heildarupphæð reiknings. Athugaðu að þú greiðir enga eigin áhættu ef hægt er að gera við rúðuna.
