Verktakatrygging

Verktakatryggingin bætir tjón á mannvirkjum í byggingu vegna skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika

Yfirlit yfir tryggingu

Verktakatryggingin bætir tjón á mannvirki í byggingu og einnig á byggingarefni á verkstað. Skilyrði er að tjón verði vegna skyndilegs eða ófyrirsjáanlegs atviks. Vátryggingarfjárhæðin skal vera jöfn endanlegu kostnaðarverði mannvirkisins.

Komi til tjóns ber tryggingartakinn eigin áhættu sem ýmist er hlutfall tjóns eða tilgreind fjárhæð. Sé þess óskað er hægt að innifela í tryggingunni vinnuskúra,vinnupalla,steypumót og verkfæri. Einnig er hægt að innifela hreinsunarkostnað eftir tjón.

 • Tjón af völdum vatnsflæðis
 • Tjón af völdum óveðurs
 • Tjón af völdum innbrota og þjófnaðar
 • Tjón af völdum falls og sigs
 • Tjón af völdum eldsvoða
 • Tjón af völdum rangrar hönnunar
 • Tjón af völdum gallaðs byggingarefnis
 • Afleidd tjón, s.s. dagsektir eða bætur vegna samningsbrota
 • Tjón sem stafa af vinnustöðvun
 • Tjón sem valdið er af yfirlögðu ráði tryggingartaka eða starfsmanna hans
 • Tjón af völdum verkfalls,uppþots og ófriðar

Í skilmálum er að finna tæmandi yfirlit um undanþágur frá bótaskyldu.

 • Iðgjaldið ákvarðast af tegund hinnar tryggðu framkvæmdar, byggingarkostnaði hennar og þeirri eigin áhættu sem tryggingartakinn velur í tjóni.

Skilmálar

Tengdar tryggingar

Verktakatryggingin er ein þeirra trygginga sem verktökum er ráðlagt að huga að. Aðrar mikilvægar tryggingar eru verktrygging og starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra.

Starfsábyrgð

Mistök sem verða við framkvæmd umsaminnar þjónustu eða verks geta leitt til skaðabótaskyldu. Hægt er að tryggja sig gegn slíku tjóni með starfsábyrgðartryggingu.

SJ-WSEXTERNAL-2