Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Breytingar á stjórn

Á stjórnarfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. í dag tilkynnti Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður, stjórn félagsins um þá ákvörðun sína að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna.

Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður, mun taka við stjórnarformennsku í stað Björgólfs. Þá mun Erna Gísladóttir, varamaður í stjórn Sjóvá, taka sæti í stjórn félagsins.

Reglubundin tilkynning Sjóvá um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í viku 46 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 4.241.220 eigin hluti að kaupverði 74.362.724 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
12.11.201912:01:181.413.74017,825.164.572
13.11.201909:37:231.413.74017,624.881.824
14.11.201909:50:331.413.74017,224.316.328
  Samtals4.241.220  74.362.724   

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. október 2019.

Sjóvá átti  34.048.534 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 38.289.754 eigin hluti eða sem nemur 2,76% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 9.896.180 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,71% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 174.252.081 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 15.822.785 hlutum eða sem nemur 1,14% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, en þó aldrei lengur en til 6. mars 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is

Reglubundin tilkynning Sjóvá um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í viku 45 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 5.654.960 eigin hluti að kaupverði 99.889.357 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
4.11.201909:56:531.000.00017,3517.350.000
4.11.201910:15:05413.74017,27.116.328
5.11.201913:17:401.413.74017,825.164.572
6.11.201909:38:401.413.74017,7525.093.885
7.11.201910:07:581.413.74017,825.164.572
  Samtals5.654.960  99.889.357   

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. október 2019.

Sjóvá átti  28.393.574 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 34.048.534 eigin hluti eða sem nemur 2,45% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 5.654.960 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,41% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 99.889.357 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 15.822.785 hlutum eða sem nemur 1,14% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, en þó aldrei lengur en til 6. mars 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is

Correction: Sjóvá - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar - Frétt birt 2019-10-31 16:47:41 CET

Í fyrri tilkynningu var villa um hvert heildarkaupverð endurkaupáætlunar verði. Það hefur nú verið leiðrétt sbr. 4. mgr. hér að neðan þ.s. fram kemur að heildarkaupverð verður ekki hærra en 250 milljónir króna.


Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf., sem haldinn var 15. mars 2019, veitti stjórn félagsins heimild til að kaupa allt að 138.919.676 eigin hluti í félaginu, en það jafngildir 10% af útgefnu hlutafé félagsins þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjárlækkunar sem samþykkt var á sama aðalfundi. Heimildina skal einungis nýta í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum. Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að eignarhald félagsins og dótturfélaga þess fari ekki umfram 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. tilkynntu um framkvæmd endurkaupaáætlunar þann 27. maí 2019 og keypti félagið samkvæmt áætluninni samtals 13.333.333 eigin hluti að kaupverði 245.864.177 krónur, eða sem nemur 0,96% af útgefnu hlutafé í Sjóvá Almennum tryggingum hf. Kaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni lauk þann 15. ágúst 2019.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. tilkynntu um framkvæmd endurkaupaáætlunar þann 2. september 2019 og keypti félagið samkvæmt áætluninni samtals 15.060.241 eigin hluti að kaupverði 236.119.402 krónur, eða sem nemur 1,08% af útgefnu hlutafé í Sjóvá Almennum tryggingum hf. Kaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni lauk þann 29. október 2019.

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur á grundvelli framangreindrar heimildar og að teknu tilliti til kaupa á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætluninni sem lauk þann 29. október 2019 tekið ákvörðun um frekari kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 15.822.785 hlutum eða 1,14% af útgefnum hlutum í félaginu, en þó þannig að heildarkaupverð verði ekki hærra en 250 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að endurkaupum samkvæmt áætluninni ljúki í síðasta lagi 31. desember.2019.

Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu að hámarki nema 1.413.740 hluti eða sem  nemur 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði Kauphallar Íslands hf. í september 2019. Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Viðskipti félagsins með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eiga 28.393.574 hluti, eða sem nemur 2,04% af útgefnu hlutafé áður en endurkaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hefjast.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is

Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
SJ-WSEXTERNAL-2