Virka allir reykskynjarar á þínu heimili?
Í dag 1. desember er alþjóðlegur dagur reykskynjarans. Þetta litla öryggistæki hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og er eitt ódýrasta og áhrifaríkasta öryggistækið sem þú getur sett upp á heimilinu. Það er nauðsynlegt að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og er t.d. gott að miða við að gera það alltaf 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar.
Sjóvá hlýtur hvatningarverðlaun jafnréttismála
Sjóvá hlaut í dag hvatningarverðlaun jafnréttismála 2020. Hvatningarverðlaunin eru árlega veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt í starfsemi sinni. Við erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu og lítum á hana sem hvatningu til að halda áfram að vinna að þessum málum af krafti.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Upplýsingar í aðdraganda ársuppgjörs

Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma fyrir skatta vera um 3.000 m.kr. og samsett hlutfall á fjórðungnum um 90%. Afkoma fyrir skatta á árinu 2020 mun samkvæmt þessu vera um 5.900 m.kr. og samsett hlutfall um 92%. Samsett hlutfall er í takt við birtar horfur en afkoma af fjárfestingastarfsemi miklu betri sökum jákvæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði á fjórða ársfjórðungi. Áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu og endurskoðun ekki lokið og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 11. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum til stjórnar

Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Sjóvár vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður föstudaginn 12. mars 2021.

Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar er til loka þriðjudagsins 2. febrúar 2021. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vefsvæði félagsins á slóðinni https://www.sjova.is/json/Eydublod/EYB-0208/frambod-stjornarsetu.pdf og skal skila á netfangið tilnefningarnefnd@sjova.is.

Tillaga nefndarinnar að tilnefningu frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt samhliða aðalfundarboði sem birt verður skemmst þremur vikum fyrir aðalfund.

Almennur framboðsfrestur til stjórnar er fimm sólarhringum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki, en um þau framboð verður ekki fjallað í tillögu tilnefningarnefndar. Nefndin áskilur sér þó rétt til að endurskoða tillögu þá sem birt verður samhliða aðalfundarboði og verður endurskoðuð tillaga þá birt a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund.Sjóvá - Fjárhagsdagatal 2021

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra Sjóvá-Almennra trygginga hf. á neðangreindum dögum:

4. ársfjórðungur 2020 – 11. febrúar 2021
Aðalfundur árið 2021 – 12. mars 2021
1. ársfjórðungur 2021 – 12. maí 2021
2. ársfjórðungur 2021 – 19. ágúst 2021
3. ársfjórðungur 2021 – 28. október 2021
4. ársfjórðungur 2021 – 10. febrúar 2022
Aðalfundur árið 2022 – 11. mars 2022

Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Sjóvá: Niðurstöður hluthafafundar 25. nóvember 2020

Hluthafafundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. var haldinn kl. 10:00 þann 25. nóvember 2020. Fundurinn var haldinn í fundarsölum F og G á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, auk þess að vera sendur út rafrænt.

Eftirfarandi eru niðurstöður fundarins:

1.       Ákvörðun um tillögu stjórnar um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári

Tillaga stjórnar um að ekki verði greiddur út arður vegna rekstrarársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 komi til hækkunar á eigin fé félagsins var samþykkt.

2.       Önnur mál löglega fram borin

Engin önnur mál voru tekin fyrir á fundinum.


Sjóvá: Endanleg dagskrá, tillögur og fyrirkomulag hluthafafundar 25. nóvember

Hluthafafundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 10:00 í fundarsölum F og G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Meðfylgjandi er endanleg dagskrá hluthafafundarins og þær tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Dagskráin og tillagan er óbreytt frá því boðað var til fundarins þann 3. nóvember sl. þar sem engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests sem var þann 15. nóvember 2020.

Fyrirkomulag hluthafafundar:
Fundurinn verður í fundarsölum F og G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Öllum ákvörðunum heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir á grundvelli sóttvarnarlaga verður að sjálfsögðu framfylgt. Fundinum verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/hluthafafundur/hluthafafundur-2020/. Ekki verður boðið upp á möguleika á rafrænni þátttöku í fundinum.

Í ljósi samkomutakmarkana býðst hluthöfum að veita umboð til umboðsmanns um þátttöku á fundinum með fyrirmælum um hvernig atkvæði skuli greidd um þá tillögu sem til afgreiðslu er. Hefur Sjóvá fengið Grétar Dór Sigurðsson hrl. hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur til að vera umboðsmann fyrir þá hluthafa sem það vilja. Hægt er að sækja viðeigandi umboðseyðublað á vefsvæði Sjóvá og senda rafrænt á gretar@lr.is. Nánari upplýsingar um umboð og skil þeirra er að finna á fyrrgreindu umboðseyðublaði á vefsvæði Sjóvá.

Hluthöfum gefst jafnframt kostur á að mæta á fundinn, en í ljósi gildandi samkomutakmarkana eru hluthafar þá beðnir um að láta vita um mætingu á fundinn á netfangið stjorn@sjova.is eigi síðar en í lok dags 23. nóvember nk. svo hægt sé að áætla fjölda fundarmanna og gera viðeigandi ráðstafanir.

Að öðru leyti er vísað til fyrra fundarboðs og upplýsinga um hluthafafundinn sem nálgast má á vefsvæði félagins https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/hluthafafundur/hluthafafundur-2020/

Viðhengi


Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
SJ-WSEXTERNAL-2