Sjóvá opnar útibú á Höfn

Helstu niðurstöður úr ársuppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. fyrir árið 2024
4.241 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 96,2% á árinu 2024
Fjórði ársfjórðungur 2024
Árið 2024 og horfur fyrir árið 2025
Hermann Björnsson, forstjóri:
Rekstrarniðurstaða ársins 2024 endurspeglar afar sterkan grunnrekstur félagsins þrátt fyrir krefjandi umhverfi á árinu, einkum vegna óvenju margra brunatjóna. Rekstur vátryggingastarfseminnar einkenndist af undirliggjandi hagfelldri tjónaþróun, framþróun á þjónustuleiðum og áframhaldandi áherslum á framúrskarandi þjónustu sem skilar sér í mjög góðri rekstrarniðurstöðu og samsettu hlutfalli á árinu miðað við aðstæður. Hagnaður ársins nam 4.241 m.kr. og arðsemi eiginfjár var 17,5%.
Afkoma ársins 2024 af vátryggingasamningum fyrir skatta nam 1.283 m.kr. og samsett hlutfall var 96,2%. Tekjuvöxtur nam 7,4% sem var í takt við áætlanir en minni en síðustu ár en hafa verður í huga að markaðshlutdeild hefur aukist mikið undanfarin ár með heilbrigðum vexti. Áfram verður lögð áhersla á arðbæran og ábyrgan tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu en vöxtur er gjarnan afleiðing þess eins og hefur verið í tilfelli okkar.
Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta nam 3.435 m.kr. og var ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu 9,4% á árinu. Það er í samræmi við væntingar okkar í upphafi árs en er ánægjulegt í ljósi erfiðra eignamarkaða langt framan af ári bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Markaðir tóku við sér á haustmánuðum með lækkandi verðbólgu og væntingum um að vaxtalækkunarferli gæti hafist sem svo varð raunin. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri afkomu fyrir utan óskráð hlutabréf þar sem stærsta einstaka breytingin var á virði eignarhlutar í Controlant sem var færður niður um 77% á árinu eða um 675 m.kr.
Afkoma á fjórða ársfjórðungi var afar góð en hún nam 2.812 m.kr. Afkoma af vátryggingasamningum var 313 m.kr. og samsett hlutfall var 96,3%. Afkoma af vátryggingarekstri var í takt við væntingar en ber þess merki að tíðarfar var eins og við er að búast á þessum tíma árs. Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var mjög góð á fjórðungnum og nam 2.679 m.kr. og var ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu 5,4%.
Horfur fyrir árið 2025
Á árinu 2025 munum við hér eftir sem hingað til leggja áherslu á arðbæran og ábyrgan vátryggingarekstur. Saga okkar í 10 ár sem skráð félag í Kauphöll hefur sýnt að við höfum staðið undir okkar höfuðáherslu um að vera öflugt arðgreiðslufélag sem byggir á öguðum grunnrekstri, þar sem vátryggingar eru okkar fag.
Horfur fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði á bilinu 1.700 – 2.400 m.kr. og samsett hlutfall 93 - 95%. Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni. Þá má ætla að áhrif áfallinna vaxta (vöxtunar) vátryggingaskuldar verði neikvæð um 1.500 m.kr. miðað við óbreytt vaxtastig og stærð vátryggingaskuldarinnar.
Við gerð áætlunar er stuðst við ýmis opinber gögn, t.d. spár um þróun vísitalna, hagvöxt og áætlaðan ferðamannafjölda. Þá er litið til tjónaþróunar undanfarinna ára auk þess sem áætlað er fyrir tveimur til þremur stórtjónum á árinu.
Tillaga stjórnar um arð
Arðgreiðslustefna félagsins miðar við að greiða að lágmarki 50% af hagnaði hvers árs til hluthafa í formi arð að teknu tilliti til gjaldþols. Samþykkt var á stjórnarfundi í dag að leggja til við hluthafafund að greiða út arð að fjárhæð 3.400 m.kr. eða 2,94 kr. á hlut.
Fjármálaeftirlitið hefur veitt félaginu heimild til endurkaupa á eigin bréfum á árinu 2025 sem byggir á heimild aðalfundar Sjóvár 7. mars sl. Endurkaup munu sem fyrr taka mið af gjaldþolsviðmiðum stjórnar.
Kynningarfundur 6. febrúar kl. 16:15
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 6. febrúar kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður eignastýringar kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-4f-2024/.
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 2025……………………………………. 13. mars 2025
1. ársfjórðungur 2025……………………………. 30. apríl 2025
2. ársfjórðungur 2025……………………………. 17. júlí 2025
3. ársfjórðungur 2025……………………………. 30. október 2025
Ársuppgjör 2025……………………………………. 12. febrúar 2026
Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, ársreikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fjórða ársfjórðungs og ársuppgjörs 2024.
Í samræmi við lög birtir Sjóvá ársreikning á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði (e. European Single Electronic Format eða ESEF) og má finna gildandi útgáfu í meðfylgjandi .zip skrá.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.
Viðhengi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir ársuppgjör fyrir árið 2024 og fjórða ársfjórðung 2024 eftir lokun markaða fimmtudaginn 6. febrúar nk.
Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 6. febrúar nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-4f-2024/ .
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson, í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is
Tilnefningarnefnd Sjóvá-Almennra trygginga hf. auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Sjóvár vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 13. mars 2025.
Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar er til loka mánudagsins 20. janúar 2025. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vefsvæði félagsins á slóðinni
https://www.sjova.is/frambod-til-stjornarsetu/ og skal skila á netfangið
tilnefningarnefnd@sjova.is.
Almennur framboðsfrestur til stjórnar er fimm sólarhringum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki, en nefndin ábyrgist ekki að lagt verði mat á framboð sem berast þeim eftir 20. janúar 2025. Nefndin áskilur sér þó rétt til að endurskoða tillögu þá sem birt verður samhliða aðalfundarboði og verður endurskoðuð tillaga þá birt a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund.
Mat nefndarinnar og tilnefning frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt samhliða aðalfundarboði sem birt verður skemmst þremur vikum fyrir aðalfund.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:
Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu:
Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.
Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2024:
Þriðji ársfjórðungur 2024
Fyrstu níu mánuðir ársins 2024 og horfur
Hermann Björnsson, forstjóri:
Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.441 m.kr. og samsett hlutfall var 89,9%. Afkoma fjárfestinga fyrir fjármagnsliði var 1.252 m.kr. og afkoma af vátryggingasamningum var 877 m.kr.
Afar sterkur grunnrekstur endurspeglar niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum er í takt við áætlanir og nam 6,9% sem er minna en síðustu misseri en taka verður tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hefur vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verður lögð áhersla á arðbæran og skynsaman tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu en vöxtur er gjarnan afleiðing þess eins og hefur verið í tilfelli okkar.
Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði á fjórðungnum nam 1.252 m.kr. sem er í samræmi við væntingar m.v. núverandi vaxtastig og samsetningu eignasafnsins. Markaðir voru heilt yfir góðir á fjórðungnum með lækkandi verðbólgu og væntingum um að vaxtalækkunarferli gæti hafist á síðasta fjórðungi ársins, sem varð raunin. Helstu tíðindin á fjórðungnum eru breytingar innan safns óskráðra hlutabréfa þar sem eignarhlutur Sjóvár í Controlant var færður niður um 417 m.kr., eignarhlutur í Loðnuvinnslunni upp um 178 m.kr. og eignarhlutur í Origo upp um 157 m.kr. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 6,1%, ríkisskuldabréfa 1,3%, annarra skuldabréfa 1,4% og safnsins alls 2,3%. Í lok þriðja fjórðungs nam stærð eignasafnsins 59,6 milljörðum kr.
Hagnaður Sjóvár fyrir skatta á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 1.775 m.kr. Þar af nam hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 970 m.kr. og samsett hlutfall 96,1%. Þá var hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta 2.016 m.kr. Mörg stór brunatjón hafa orðið á árinu sem nema samtals tæpum 1.200 m.kr. í eigin hlut og vigta um 5 prósentustig í samsettu hlutfalli. Í því ljósi má segja að niðurstöðurnar úr rekstri séu mjög sterkar.
Mikið var um að vera á nýliðnum ársfjórðungi og margar ánægjulegar fréttir af starfseminni.
Í október hlaut Sjóvá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA í sjötta sinn. Viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum í verkefninu sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar. Þá hlaut Sjóvá viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.
Sjóvá var einnig efst tryggingafélaga í Sjálfbærniásnum en Sjálfbærniásinn er nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessi viðurkenning byggi á svörum neytenda því það er einmitt í samstarfi við þá og okkar góðu samstarfsaðila sem við getum náð bestum árangri í þessum efnum, eins og dæmin sanna.
Sem fyrr er Sjóvá fyrsta val á tryggingamarkaði og með tryggustu viðskiptavinina skv. könnun Prósents í október 2024.
Við erum afar ánægð með þessar góðu niðurstöður og vitum að allt helst þetta í hendur og undirbyggir góðan rekstur.
Ánægjulegt er að segja frá því að fjórða björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var afhent formlega á ráðstefnu Landsbjargar, Björgun. Þá var tilkynnt við sama tilefni að fjármögnun fyrir næsta björgunarskip félagsins væri tryggð og skrifað hefði verið undir samning um smíði skipsins, sem staðsett verður á Höfn í Hornafirði. Um miklar gleðifréttir er að ræða en Sjóvá hefur verið aðalstyrktaraðili Landsbjargar í áraraðir.
Í september sl. var gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk félagsins í samræmi við samþykkta kaupréttaráætlun, auk viðauka sem samþykktur var í október og lýtur að arðsleiðréttingum. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Sjóvár og er markmið áætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins og hluthafa þess.
Horfur okkar fyrir afkomu þessa árs og til næstu 12 mánaða eru óbreyttar, þ.e. að samsett hlutfall ársins 2024 verði 95-97% og afkoma af vátryggingasamningum verði 1.100-1.600 m.kr. Horfur til næstu 12 mánaða gera ráð fyrir að samsett hlutfall verði 93-95% og afkoma af vátryggingasamningum verði 1.700-2.400 m.kr.
Kynningarfundur 21. október kl. 16:15
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 21. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2024/.
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Fjárhagsdagatal
Ársuppgjör 2024 6. febrúar 2025
Aðalfundur 2025 13. mars 2025
Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2024.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.
Viðhengi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2024 eftir lokun markaða mánudaginn 21. október nk.
Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 21. október nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2024/.
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson, í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is