Opnunartími yfir hátíðarnar
Við óskum þér og þínum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Hér má sjá opnunartíma okkar yfir hátíðarnar: 24. desember - Lokað / 25. desember - Lokað / 26. desember - Lokað / 27. desember 9:00-16:00 / 28. desember 9:00-16:00 / 29. desember - Lokað / 30. desember - Lokað / 31. desember - Lokað / 1. janúar - Lokað / 2. janúar 10:00-16:00
Asahláka á Norðausturlandi
Á næstu dögum eru mikil hlýindi í kortunum og þar sem er snjóþungt skapast hætta á asahláku. Þá er nauðsynlegt að huga að niðurföllum og hreinsa frá þeim snjó, klaka eða óhreinindi sem geta hindrað vatnsstreymi.
Nýr tjónagrunnur tekinn í notkun í janúar
Þann 15. janúar verður tekinn í notkun nýr tjónagrunnur sem Samtök fjármálafyrirtækja sjá um rekstur á. Grunninum er ætlað að koma í veg fyrir skipulögð tryggingasvik og er Sjóvá meðal þeirra fjögurra tryggingafélaga sem eiga aðild að honum. Grunnurinn er rekinn með sérstöku leyfi frá Persónuvernd en sambærilegir tjónagrunnar hafa reynst mikilvægt tæki í baráttunni við svik, t.d. í Noregi og Svíþjóð.
Fjárhagsdagatal Sjóvá-Almennra trygginga hf. 2019

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dögum:

4F 2018 – 15. febrúar 2019
Aðalfundur 15. mars 2019
1F 2019 – 16. maí 2019
2F 2019 – 22. ágúst 2019
3F 2019 – 31. október 2019
4F 2019 – 13. febrúar 2020
Aðalfundur 12. mars 2020

Bent er á að áður birtar dagsetningar fyrir 4F 2018 og aðalfund 2019 hafa verið færðar aftur um einn dag, eða til 15. febrúar og 15. mars 2019.

Vinsamlegast athugið að ofangreindar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Sjóvá: Stefnt að útgáfu víkjandi skuldabréfa

Eins og fram kom í tilkynningu til markaðarins í kauphöll þann 20. september sl. tók stjórn Sjóvár ákvörðun um að stefnt skyldi að útgáfu víkjandi skuldabréfa. Nú hefur verið ákveðið að stefna að því að gefa út víkjandi skuldabréf fyrir 1.000 m.kr. að nafnvirði náist ásættanleg kjör. Útgáfan mun tilheyra eiginfjárþætti 2 (e. Tier 2) og miðar að því að gera fjármagnsskipan félagsins sem hagkvæmasta. Samið hefur verið við Fossa markaði hf. um að vera ráðgefandi í útgáfu og sölu skuldabréfanna og stefnt er að skráningu þeirra í kauphöll á árinu 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is

Sjóvá - Afkomuviðvörun

Við uppgjör þriðja ársfjórðungs 2018 kynnti Sjóvá horfur um samsett hlutfall eftir ársfjórðungum þar sem fram kom að á fjórða ársfjórðungi væri gert ráð fyrir 95% samsettu hlutfalli og 97% samsettu hlutfalli fyrir árið. Jafnframt kom fram að tilkynnt yrði um frávik frá horfum umfram 5 prósentustig í samsettu hlutfalli innan fjórðunga.

Í kjölfar bruna hjá viðskiptavinum Sjóvár í atvinnuhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði föstudaginn 16. nóvember sl. má búast við að samsett hlutfall fjórða ársfjórðungs verði hærra en ráð var fyrir gert og eru horfur fjórðungsins því uppfærðar í 100%. Vegna endurtryggingasamninga takmarkast eigin áhætta Sjóvár í brunatjónum við 200 m.kr.

Í ljósi ofangreinds eru horfur fyrir samsett hlutfall ársins 2018 nú um 98%.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is.

Reglubundin tilkynning Sjóvá um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið

Í viku 45 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 1.428.163 eigin hluti að kaupverði 20.819.236 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
5.11.201809:38:331.035.03814.4414.945.949
8.11.201815:10:1650.19814,94749.958
8.11.201815:13:01342.92714,945.123.329
Samtals1.428.163  20.819.236

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 11. júní 2018.

Sjóvá átti 34.192.266 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 35.620.429 eigin hluti eða sem nemur 2,50% af útgefnum hlutum í félaginu.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 35.620.429 eigin hluti  í félaginu sem samsvarar 2,50% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 534.282.060 kr. Sjóvá á samtals 2,50% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.424.817.192. Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup félagsins á eigin bréfum nema að hámarki 35.620.429 hlutum eða sem nemur 2,50% af útgefnum hlutum í félaginu, þó ekki meira en 550.000.000 kr.

Endurkaupaáætlunin var framkvæmd í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is

Reglubundin tilkynning Sjóvá um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 44 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 2.073.170 eigin hluti að kaupverði 29.231.759 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

VikaDagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
4431.10.201815:13:5019.06614,12269.212
441.11.201812:54:4619.06614,12269.212
441.11.201815:29:511.000.00014,1214.120.000
442.11.201814:56:291.035.03814,0814.573.335
Samtals2.073.17029.231.759

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 11. júní 2018.

Sjóvá átti 32.119.096 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 34.192.266 eigin hluti eða sem nemur 2,40% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 34.192.266 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 2,40% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra  513.462.823 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 35.620.429 hlutum eða sem nemur 2,50% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 550.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins 2019, en þó aldrei lengur en til 8. mars 2019, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is

Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
SJ-WSEXTERNAL-3