Ánægðustu viðskiptavinirnir - sjötta árið í röð

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir ársuppgjör fyrir árið 2022 og fjórða ársfjórðung 2022 eftir lokun markaða fimmtudaginn 9. febrúar nk.
Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 9. febrúar nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-4f-2022/ .
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.: Uppfært fjárhagsdagatal 2023
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:
Aðalfundir verða haldnir á neðangreindum dagsetningum:
Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Tilnefningarnefnd Sjóvár-Almennra trygginga hf. auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Sjóvár fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður föstudaginn 10. mars 2023.
Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar er til loka föstudagsins 27. janúar 2023. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vefsvæði félagsins á slóðinni https://www.sjova.is/json/Eydublod/EYB-0208/frambod-stjornarsetu.pdf og skal skila á netfangið tilnefningarnefnd@sjova.is.
Tillaga nefndarinnar að tilnefningu frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt samhliða aðalfundarboði sem birt verður skemmst þremur vikum fyrir aðalfund.
Almennur framboðsfrestur til stjórnar er fimm sólarhringum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki, en nefndin ábyrgist ekki að lagt verði mat á framboð sem berast þeim eftir 27. janúar 2023. Nefndin áskilur sér þó rétt til að endurskoða tillögu þá sem birt verður samhliða aðalfundarboði og verður endurskoðuð tillaga þá birt a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:
Aðalfundir verða haldnir á neðangreindum dagsetningum:
Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2022:
Þriðji ársfjórðungur 2022
9M 2022 og horfur
Hermann Björnsson, forstjóri:
„Hagnaður á 3. ársfjórðungi nam 255 m.kr. Sterkur grunnrekstur einkennir niðurstöðu 3. ársfjórðungs og var hagnaður af vátryggingastarfsemi 478 m.kr. fyrir skatta og samsett hlutfall 96,4%. Iðgjaldavöxtur nam 12,4% á fjórðungnum og er vöxturinn bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Aukin umsvif núverandi viðskiptavina auk nýrra viðskiptavina stuðla að 16% iðgjaldavexti á fyrirtækjamarkaði. Iðgjöld jukust um 10% á fjórðungnum á einstaklingsmarkaði og gengur vel að sækja nýja viðskiptavini og brottfall er lágt. Í áætlunum gerum við ráð fyrir að stórtjón hendi á hverju ári sem varð reyndin á þessum fjórðungi.
Tap var af fjárfestingastarfsemi á fjórðungnum um 163 m.kr. fyrir skatta. Miklar sveiflur eru í ávöxtun fjárfestingaeigna og hafa markaðir verið erfiðir það sem af er ári vegna hárrar verðbólgu og hærri vaxta. Afkoman af fjárfestingastarfsemi er undir því sem við væntum að jafnaði en viðunandi í ljós aðstæðna á markaði. Brugðist hefur verið við markaðsaðstæðum og áhætta í eignasafninu takmörkuð. Meðal annars hefur vaxtanæmni verðbréfasafnsins verið minnkuð auk þess sem verðtryggingarhlutfall hefur verið aukið yfir síðustu fjórðunga.
Hagnaður fyrstu 9 mánuði ársins nam 1.156 m.kr. þar sem hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta var 1.076 m.kr. og samsett hlutfall 97,6%. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta nam 313 m.kr
Horfur okkar fyrir afkomu þessa árs og til næstu 12 mánaða eru óbreyttar, þ.e. að samsett hlutfall ársins 2022 verði á bilinu 95-97% og hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatti verði um 1.400-1.800 m.kr. Horfur til næstu 12 mánuða gera ráð fyrir að samsett hlutfall verði um 95% og hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nemi um 2.200 m.kr.
Af starfseminni eru margar ánægjulegar fréttir úr fjórðungnum. Sjóvá fékk viðurkenningu FKA og Jafnvægisvogarinnar sem veitt er þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í jafnréttismálum. Við erum alltaf jafn stolt af viðurkenningunni og ekki síður stolt af því að vera einn aðalbakhjarl þessa verkefnis þar sem stefnt er að því að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum verði a.m.k. 40% á landsvísu fyrir 2026.
Í byrjun október hlaut Sjóvá verðlaunin umhverfisframtak ársins 2022 frá Samtökum Atvinnulífsins fyrir að huga vel að umhverfisáhrifum í starfsemi fyrirtækisins. Viðurkenningin laut annars vegar að notkun Innsýnar þar sem hægt er að skoða, leiðbeina og jafnvel afgreiða tjón í gegnum farsíma tjónþola. Eins og nærri má geta sparar þetta tíma og getur dregið úr umfangi tjóns auk þess sem hundruðir ekinna kílómetra sparast. Einnig var veitt viðurkenning fyrir notkun framrúðuplástra sem eykur möguleika á að hægt sé að gera við framrúður í bílum í stað þess að skipta þeim út. Við þetta sparast miklir fjármunir sem viðskiptavinir og samfélagið allt njóta góðs af. Það skiptir Sjóvá miklu máli að leggja sitt af mörkum þegar kemur að umhverfismálum. Helstu tækifæri okkar á þessu sviði liggja eðli málsins samkvæmt í tjónavinnslu og forvörnum. Við viljum nýta þau tækifæri sem við höfum til að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini um leið og við hugum að umhverfinu og hagsmunum samfélagsins alls. Þetta fer yfirleitt vel saman, líkt og framrúðuplástursverkefnið og fjarskoðunarlausnin Innsýn sýna. Við lítum á þessa viðurkenningu sem hvatningu til að halda áfram af krafti á þessari braut og það ætlum við sannarlega að gera.
Í september kom fyrsta björgunarskip Landsbjargar af þrettán til landsins og var það afhent í Vestmannaeyjum við hátíðlega athöfn. Við hjá Sjóvá erum stolt og ánægð að hafa styrkt Landsbjörg um 142,5 m.kr. til kaupa á fyrstu þremur skipunum og að geta stutt Landsbjörg í þessu stóra og mikilvæga verkefni. Það er mikið gleðiefni fyrir þjóðina að fá ný björgunarskip sem munu gjörbylta öryggi sjófarenda í kringum landið og þjónusta byggðir þess um leið. Við höfum sem aðalstyrktaraðili um áratuga skeið átt afar traust og gott samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og er okkur því sérstakt ánægjuefni að styðja við þeirra mikilvæga starf með þessum hætti og sinna þannig um leið samfélagslegri ábyrgð okkar," segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Kynningarfundur 27. október kl. 16:15
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 27. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2022/.
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Fjárhagsdagatal
4F 2022 – 9. febrúar 2023
Aðalfundur 2023 – 10. mars 2023
Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2022.
Nánari upplýsingar veitir Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða fjarfestar@sjova.is.
Viðhengi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birta uppgjör þriðja ársfjórðungs 2022 eftir lokun markaða fimmtudaginn 27. október nk.
Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 27. október nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2022/.
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Nánari upplýsingar veitir: Andri Már Rúnarsson, fjárfestatengill, í síma 772-5590 eða netfangið fjarfestar@sjova.is