Samstarf Listahátíðar í Reykjavík og Sjóvá

Samstarf Listahátíðar í Reykjavík og Sjóvá

“Tónlistaruppgötvun ársins”

Sjóvá og Listahátíð í Reykjavík bjóða uppá hið magnaða harmonikkuband Motion Trio.

Motion Trio er framsækið og stórskemmtilegt harmónikkuband var stofnað árið 1996 og hefur á undanförnum árum vakið gríðarlega athygli fyrir leik sinn. Tríóið hefur haldið tónleika víða um heim og hefur skömmum tíma tekist að kollvarpa ímynd harmónikkunnar sem hljóðfæris. Sex hendur vinna þar saman við að skapa hrífandi hljómblæ sem oft á tíðum vekur mikla undrun þeirra sem á hlýða. Á undanförnum árum hefur tríóið hlotið fjölmörg verðlaun og var m.a. nýlega útnefnt “tónlistaruppgötvun ársins” í Frakklandi.
Tónlist tríósins er að mestu frumsamin og má þar greina áhrif frá hinum ýmsu tónlistarstefnum. Tríóið hóf feril sinn á erilsömum götum Kraká í Póllandi þar sem það lék fyrir smáaura. Þeir sem sótt hafa tónleika tríósins eru á einu máli um að þeir séu mikil tónlistarupplifun þar sem fari saman bæði fjör og dramatík, enda meðlimir tríósins frábærir tónlistarmenn.