Samningur um korthafatryggingar Kreditkorta hf.

Endurnýjaður hefur verið samstarfssamningur á milli Kreditkorta hf. og Sjóvá hf. um korthafatryggingar MasterCard korthafa sem og American Express korthafa. Samningurinn gildir frá 1. maí 2009.

Eftirtaldar breytingar verða á vátryggingaskilmálum frá og með 1. maí 2009:

•Þær korthafatryggingar sem innifela sjúkrahúsdagpeningatryggingu verða víðtækari, að því leyti að ákvæði um að bætur greiðist ekki vegna barna yngri en 16 ára fellur niður.

•Vátryggingarfjárhæð í farangurstafatryggingu Atlas og Heimskorta MasterCard verður kr. 8.000, en var áður kr. 12.000.

•Vátryggingarfjárhæð í farangurstafatryggingu Einkakorta, Golfkorta Gull, Heimskorta Gull og Gullkorta MasterCard verður kr. 16.000, en var áður kr. 24.000.

•Heildarfjárhæð bóta við farangurstafatryggingu hefur verið takmörkuð og jafnframt takmarkast bætur við þrjá vátryggða einstaklinga.

Skoða vátryggingaskilmála MasterCard og American Express korthafatryggingar Kreditkorta hf.