Þjónustusvæði Vegaaðstoðarinnar stækkar

Það er ánægjulegt að greina frá því að þjónustusvæði Vegaaðstoðarinnar hefur stækkað enn frekar á þessu ári. Ný svæði hafa bæst við á Norðurlandi, Vestfjörðum og á Suðvesturhorninu. Stöðugt er unnið að því að bæta við svæðum. Nýju svæðin eru:

Vestfirðir:

  • Þingeyri
  • Patreksfjörður

Norðurland:

  • Hvammstangi
  • Hofsós

Suðvesturhornið:

  • Nú er hægt að fá aðstoð á allri heillisheiðinni milli Reykjavikur og Hveragerðis
  • Aðstoðin nær að Hvalfjarðargöngum

Rétt er að minna á þjónustukortin okkar þar sem sjá má þau svæði sem þjónusta Vegaaðstoðarinnar nær yfir. Einnig er hægt að skoða lista yfir þjónustsvæðin hér á sjova.is.

Vegaaðstoðin er mikilvæg vild í þjónustu okkar við viðskiptavini í Stofni og hefur þeim viðskiptavinum fjölgað stöðugt ár frá ári sem nýta sér þjónustu hennar.