Brunahætta af ruslagámum

Sjóvá beinir þeim tilmælum til fyrirtækja og stofnana að staðsetja ekki ólæsta eða opna ruslagáma upp við húsveggi. Ef það kviknar í þeim þá magnast eldurinn fljótt og getur hann læst sig í húsnæðið sem hann stendur upp við.


Til að koma í veg fyrir þessa hættu mælum við með að ruslagámar séu færðir frá húsvegg og að auðbrennanlegir hlutir s.s. vörubrettum sé staflað upp fjarri húsvegg.
 
Reglulega koma upp brunar sem má rekja til þess að kviknað hefur í  húsnæði út frá ruslagámum og því full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að huga að staðsetningu ruslagáma.