Brunahætta vegna yfirhlaðinna fjöltengja

Við viljum vekja athygli á brunahættu sem getur skapast þegar mörgum orkufrekum heimilistækjum s.s. ísskápi, örbylgjuofni eða þvottavél er stungið í samband við sama fjöltengið. Orkufrek tæki sem þessi auka álagið á fjöltengið sem getur skapað brunahættu.  Brunahættan eykst einnig ef fjöltengi er stungið í samband við annað fjöltengi.

Óþarfa tjón

Flest brunatjóna sem skráð eru hjá Sjóvá eru smábrunar sem með réttum forvörnum hefði mátt komast hjá. Brunatjón vegna ofhlaðinna fjöltengja er gott dæmi um slík tjón. Árlega berast Sjóvá upplýsingar um tjón sem verða vegna þessa.

Öll fræðsla um orsakir bruna og hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja tjón er mikilvæg. Við hvetjum þig því til að fara yfir þessi mál og aðrar brunavarnir í þinni húseign og upplýsa þá sem þar búa eða starfa.

Hvað getur þú gert?

  • Fara yfir fjöltengi heimilisins og fækka orkufrekum tækjum á sama fjöltengi
  • Henda fjöltengjum þar sem einangrun er rofin í leiðslu eða þar sem sjá má bera víra
  • Henda fjöltengjum þar sem rofar eru lausir eða brotnir
  • Ekki tengja fjöltengi í samband við annað fjöltengi
  • Fara yfir innstungur og fá fagmann til þess að vinna við rafmagnið þar sem þörf er á