Mikill áhugi á barnabílstólum

Mikill áhugi á barnabílstólum

Það var margt um manninn hjá barnavöruversluninni Ólavíu og Óliver í Glæsibæ sl. laugardag en þar ráðlagði Sigurjón Andrésson viðskiptavinum um val á barnabílstólum og þeim öryggisatriðum sem tengjast notkun þeirra. Framtakið var auglýst bæði í blöðum og útvarpi og er ljóst að þörfin er mikil. Fyrirhugað er að endurtaka leikinn næsta laugardag frá klukkan 12 til 16.00.