Sjóvá tekur þátt í Vertu snjall undir stýri

Sjóvá tekur þátt í Vertu snjall undir stýri

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur hrint af stað átaksverkefninu „Vertu snjall undir stýri“ sem hefur að markmiði að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar undir stýri. Sjóvá er á meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu.

Snjallsímanotkun undir stýri er orðin að miklu vandamáli og hefur aukið slysahættu í umferðinni umtalsvert. Þannig benda erlendar rannsóknir til þess að rekja megi um fjórðung allra umferðarslysa beint til notkunar snjalltækja við akstur.

Átakinu „Vertu snjall undir stýri“ er beint sérstaklega að atvinnubílstjórum og geta fyrirtæki skráð sig til þátttöku og kynnt sér verkefnið betur á heimasíðu Landsbjargar.