Sjóvá: 13,93% eignarhlutur Ríkissjóðs í Sjóvá boðinn til sölu

Sjóvá: 13,93% eignarhlutur Ríkissjóðs í Sjóvá boðinn til sölu

Samkvæmt frétt frá Markaðsviðskiptum Landsbankans sem birt var í dag býður Lindarhvoll ehf., fyrir hönd SAT eignarhaldsfélags hf., sem er í eigu Ríkissjóðs Íslands, til sölu allan eignarhlut Ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Um er að ræða áður útgefna hluti í Sjóvá og nemur eignarhluturinn 13,93% alls hlutafjár í Sjóvá.

Salan mun fara fram í útboði sem er undanþegið útgáfu lýsingar í samræmi við heimild í c-lið, 1. tl., 1. mgr. 50. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Lágmark hvers tilboðs er 1.250.000 hlutir í Sjóvá og er lágmarksgengi í útboðinu 12,85 kr. á hlut. Tilboðsfrestur er til kl. 8.30 mánudaginn 26. september 2016 og munu niðurstöður verða birtar af hálfu Landsbankans að loknu útboði og eigi síðar en kl. 9.30 sama dag.

Fréttina frá Markaðsviðskiptum Landsbankans má sjá í heild sinni hér.