10 ára drengur tók öryggismálin í sýnar hendur

10 ára drengur tók öryggismálin í sýnar hendur

Alexander Anton Halldórsson 10 ára nemandi, bjó lengi á Selfossi og hafði hann fengið marga jafnaldra sína þar til að klæðast öryggisvestum þegar þau voru úti að hjóla. Þegar hann flutti nýlega til Ólafsfjarðar varð hann þess fljótt áskynja að jafnöldrum hans þar vantaði vesti. Hann tók málin í sínar hendur og bað ömmu sína um að kaupa vesti fyrir öll börnin í bekknum sínum. Amma hans, Sigrún Lovísa Sigurjónsdóttir hafði samband við Sjóvá og óskaði eftir okkar aðstoð. Okkur fannst frumkvæði drengsins vera til fyrirmyndar og afhenti Ásdís Jónasdóttir, útibústjóri  á Dalvík, bekknum öryggisvesti síðastliðinn föstudag.