Heiðursskjöldur Sjóvá afhentur

Föstudaginn 4. febrúar veitti Sjóvá Lögreglunni í Hafnarfirði Heiðursskjöld Sjóvá fyrir frábært forvarnarstarf. Það vekur athygli þegar lögreglan að eigin frumkvæði setur sér mælanleg markmið um fækkun afbrota og birtir þessi markmið opinberlega. Það vekur enn meiri athygli hversu góður árangur hefur náðst af þessu starfi. Þennan árangur vildi Sjóvá verðlauna. Vinna lögreglu og tryggingafélags er ótvírætt í þágu íbúanna og því mjög mikilvægt að þessir aðilar starfi vel saman.