Stofn endurgreiðslan 15 ára

Birt í: Almennar fréttir / 17. feb. 2009 / Fara aftur í fréttayfirlit
Stofn endurgreiðslan 15 ára

Um þessar mundir endurgreiða Sjóvá tjónlausum viðskiptavinum sínum í Stofni og er þetta 15 árið sem Sjóvá umbunar viðskiptavinum sínum með þessum hætti.  Í ár fá rúmlega 20 þúsund fjölskyldur endurgreitt og nemur fjárhæðin samtals tæpum 400 milljónum króna. 


Tjónlausir Stofn félagar fá þannig senda ávísun næstu daga, en þeir geta einnig sparað sér sporin í bankann því nú er hægt að ráðstafa endurgreiðslunni beint inn á sinn reikning í gegnum vef Sjóvá.  Allir þeir sem kjósa að ráðstafa á vefnum fara í pott og eiga möguleika á að tvöfalda endurgreiðsluna því mánudaginn 2. mars verða 10 heppnar fjölskyldur dregnar út sem tvöfalda sína endurgreiðslu.
SJ-WSEXTERNAL-2