Sumar á Selfossi með Sjóvá

Sjóvá var einn af aðalstyrktaraðilum bæjarhátíðarinnar Sumar á Selfossi sem fram fór í blíðskaparveðri um síðustu helgi. Dagskráin byrjaði á fimmtudag þar sem mikill fjöldi sótti sýningu Leikhópsins Lottu á Mjallhvíti og dvergunum sjö. Á laugardaginn var viðskiptavinum Sjóvá í Stofni boðið í kaffi og vöfflur í hátíðartjaldi í bæjargarðinum. Færanlega forvarnarhúsið var einnig á staðnum. Löng röð var allan daginn í veltibílinn og skrikbíll var fylltur af blöðrum þar sem gestir gátu giskað á hversu margar blöðrur voru í bílnum.


Þeir sem næst komust því að giska á blöðrufjöldann verða verðlaunaðir með gjafabréfum frá Sjóvá.
Hátíðarhöldunum lauk með sléttusöng, flugeldasýningu og dansleikjum en metfjöldi mætti á alla viðburði hátíðarinnar.