Nýr útibússtjóri á Akranesi

Nýr útibússtjóri á Akranesi

Haraldur Ingólfsson hefur tekið við stöðu útibússtjóra á Akranesi. Hann  tekur við starfinu af Ólafi Grétari Ólafssyni sem starfað hefur hjá Sjóvá  í 46 farsæl ár.  Haraldur er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka starfsreynslu. Hann var áður aðstoðar útibússtjóri hjá Arion banka á Akranesi og síðar í Mosfellsbæ á árunum 2004-2013.  Síðast starfaði Haraldur sem framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins ÍA á Akranesi.