Dagur reykskynjarans

1. desember er dagur reykskynjarans.Af því tilefni hvetur Eldvarnabandalagið fólk til að huga að eldvörunum á heimilum sínum þennan dag og nota hann til að:

  • Prófa reykskynjara og skipta um rafhlöður ef þess gerist þörf.
  • Kaupa og setja upp reykskynjara ef enginn eða aðeins einn reykskynjari er fyrir. Þeir eiga að vera tveir eða fleiri á hverju heimili.
  • Setja upp reykskynjara sem búið er að kaupa en hefur ekki komist lengra en ofan í skúffu eða inn í skáp.
Framundan er sá tími ársins, þegar helst má gera ráð fyrir tjóni af völdum eldsvoða. Það er því tilvalið að huga að þessum einföldu atriðum en jafnframt að athuga slökkvitæki og eldvarnateppi sem ættu að vera til staðar á öllum heimilum.
Við bendum viðskiptavinum okkar á að þeim eru velkomið að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara þegar þeir heimsækja útibú okkar.

Meðfylgjandi þessari grein er fréttatilkynning frá LSS en nýlega gerði Capacent könnun þar sem eldvarnir heimila voru kannaðar. Helstu niðurstöður þessarar könnunar eru að ungt fólk og leigjendur eru í mestri hættu vegna eldsvoða, en hjá þessum hópum er eldsvörnum helst ábótavant.

Fréttatilkynning frá LSS

Könnun Capacent