Til þess að minnka líkurnar á því að blindast vegna sólar þurfa bílrúður að vera hreinar bæði að inna og utan, fylla þarf reglulega á rúðuvökva og góð þurrkublöð eru nauðsynleg. Hreinsa þarf hliðarspegla og hafa ávallt nægt bil á milli bíla.
Hér fylgja nokkur ráð fyrir fólk til að draga úr áhrifum blindandi sólar:
- Hreinsaðu bílrúðurnar, bæði innan frá og utan.
- Hreinsaðu hliðarspegla bílsins.
- Fylltu reglulega á rúðuvökva.
- Góð þurrkublöð á bílnum eru nauðsynleg.
- Góð sólgleraugu eru kostur.
- Notaðu sólskyggnið í bílnum.
- Hafðu ætíð nægt bil á milli bíla.