Hvað skal gera þegar sólin truflar fólk við aksturinn

Sem betur fer er sól farin að hækka á lofti aftur. Á þessum árstíma þýðir það líka að sólin hefur áhrif á akstursskilyrði vegna þess hversu lágt á lofti hún er. Undir ákveðnum kringumstæðum getur sólin blindað ökumenn. Það getur skapað ýmsan vanda ef bílrúður eru ekki hreinar.

Til þess að minnka líkurnar á því að blindast vegna sólar þurfa bílrúður að vera hreinar bæði að inna og utan, fylla þarf reglulega á rúðuvökva og góð þurrkublöð eru nauðsynleg. Hreinsa þarf hliðarspegla og hafa ávallt nægt bil á milli bíla.

Hér fylgja nokkur ráð fyrir fólk til að draga úr áhrifum blindandi sólar:

  • Hreinsaðu bílrúðurnar, bæði innan frá og utan.
  • Hreinsaðu hliðarspegla bílsins.
  • Fylltu reglulega á rúðuvökva.
  • Góð þurrkublöð á bílnum eru nauðsynleg.
  • Góð sólgleraugu eru kostur.
  • Notaðu sólskyggnið í bílnum.
  • Hafðu ætíð nægt bil á milli bíla.