Sjóvá styður Fjölskylduhjálp Íslands

Sjóvá styður Fjölskylduhjálp Íslands

Í ár mun Sjóvá ekki senda viðskiptavinum sínum hefðbundin jólakort. Við það sparast umtalsverð upphæð og var ákveðið að nota þá fjármuni til að veita Fjölskylduhjálp Íslands aðstoð. Fimmtudaginn 10. desember var árleg hátíðarstund starfsmanna Sjóvár í Háteigskirkju. Við það tækifæri færði Lárus Ásgeirsson forstjóri Sjóvár Fjölskylduhjálpinni styrk að upphæð 200.000 krónur.

Fjölskylduhjálp Íslands var stofnuð árið 2003 af konum sem höfðu áratugareynslu í sjálfboðavinnu í þágu bágstaddra. Fjölskylduhjálpin gerir ráð fyrir að milli 1.000 og 1.200 fjölskyldur muni leita eftir aðstoð til félagins í desember. Úthlutun verður dagana 9. desember, 16. desember og 21. desember að Eskihlíð 2-4.
Á myndinni sést Lárus Ásgeirsson afhenda fulltrúa fjölskylduhjálparinnar styrkinn.