Kvennahlaup á Eiríksjökli!

Kvennahlaup á Eiríksjökli!

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er hlaupið víða. Við eigum langa samleið með hlaupinu en okkur rekur þó ekki minni til þess að það hafi farið fram á jökli fyrr en nú.  Nokkrar galvaskar vinkonur gerðu sér lítið fyrir og fóru á Eiríksjökul á Kvennahlaupsdaginn síðastliðinn laugardag.  Gengið var í 1.680 metra hæð og samtals 31 kílómetra.

Gönguhópurinn kallar sig TOPPMOS.  Í honum eru bæði konur og karlar sem nota veturinn til að fara í skemmtilegar og krefjandi gönguferðir.  Sumrin eru hins vegar helguð samveru með fjölskyldu og vinum.  Eins og nafnið gefur til kynna þá er eiga meðlimir hópsins allir einhverja tengingu við Mosfellsbæ.

Við þökkum hópnum fyrir að deila þessum myndum með okkur en í myndasafni Kvennahlaupsins er hægt að skoða fleiri myndir frá gönguferð þeirra.