Fjölskyldudagur Sjóvá verður haldinn í Hafnarfirði 4. júní

Fjölskyldudagur Sjóvá verður haldinn í Hafnarfirði 4. júní

Laugardaginn 4. júní býður Sjóvá til fjölskyldudags í Hafnarfirði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði frá kl. 10-22.


Fjölskyldudagurinn hefst með fótbolta- og handboltamóti milli Hauka og FH frá kl. 10-13. Fótboltamótið verður haldið í Kaplakrika og handboltamótið á Ásvöllum.Fjölskylduhátíð við Strandgötu í Hafnarfirði frá kl. 13-17
Hátíðin hefst á verðlaunaafhendingu í handbolta- og fótboltamótinu en að henni lokinni tekur við skotkeppni milli meistaraflokks Hauka og FH í handknattleik.

Yfir daginn verður m.a. boðið upp á hjólaþrautir, leiktæki og go-kart. Lögreglan verður á staðnum og yfirfer reiðhjól. Grillaðar verða pylsur og boðið upp á Egils Appelsín og nammi frá Nóa Siríus. Birta og Bárður úr Stundinni okkar kynna fjölbreytt skemmtiatriði yfir daginn. Eftirfarandi atriði verða m.a. á dagskrá:

  • Mótorhjólasýning
  • Sýning fimleikafélagsins Bjarkar
  • Reiðhjólakúnstir BMX töffara
  • Solla stirða úr Latabæ
  • Goggi frá Glitni
  • Birgitta Haukdal og Vignir úr Írafár
  • Öldutúnskórinn
  • Karlakórinn Þrestir


Tónleikar fyrir alla fjölskylduna við Íþróttahúsið á Strandgötu frá kl. 18-22
Fjöldi landsþekktra tónlistamanna mun skemmta gestum á tónleikum um kvöldið. Þeir sem koma fram eru m.a. Bubbi, Hildur Vala, Selma, og Í svörtum fötum.

Hér er dagskrá fjölskyldudagsins

10-13 Fótbolta- og handboltamót Sjóvá á milli Hauka og FH.
Spilað verður í Kaplakrika og Ásvöllum.

13-18 Fjölskylduhátíð í miðbæ Hafnarfjarðar

13-13:30 Verðlaunaafhending fyrir kappleikina
13:30-14:00 Skotkeppni milli Hauka og FH í Mfl. í Handknattleik
13:30-14:30 Lögreglan yfirfer hjólin
13:30-15 Mótorhjólasýning frá AHÍ
13.40-14 Fimleikafélagið Björk með sýningu
13:30-16 Hjólaþraut
13:30-16 Go-kart
14-14:30 Reiðhjólakúnstir BMX Töffarar
15-15:30 Solla stirða
15-17:00 Goggi frá Glitni
15:30-16 Birgitta Haukdal og Vignir úr Írafár
16:15 -16:35 Öldutúnskórinn
16:35-17:00 Karlakórinn Þrestir
Bárður og Birta verða kynnar

18-22 Tónleikar

18-18:30 Bubbi
18:30-19 Búdrýgindi
19-19:30 Hildur Vala
19:30-20 Botnleðja
20-20:30 Selma
20:30-21 Úlpa
21-21:30 Svörtum fötum

Myndir

Smelltu á mynd til að stækka