Fram stelpurnar unnu bikarinn árið 2010 og var sá leikur einnig á móti Val. Það verður því spennandi að sjá hvernig Fram stelpunum gengur að verja titilinn.
Sjóvá er stoltur stuðningsaðili Fram og hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn og styrkja stelpurnar til sigurs.
Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 13:30 á laugardaginn.