Viðskiptavinir í Stofni gefa Líf

Viðskiptavinir í Stofni gefa Líf

Hundruðir viðskiptavinia í Stofni ráðtöfuðu hluta af Stofnendurgreiðslu til góðgerðarmáls.

Laufey Sigurbergsdóttir afhenti styrkinn fyrir hönd viðskiptavina

Laufey Sigurbergsdóttir viðskiptavinur í Stofni, afhenti í dag fyrir hönd viðskiptavina Sjóvár í Stofni, Styrktarfélaginu Líf styrk og nam upphæð styrksins 1.424.467 kr.

Á hverju ári fá tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir í Stofni endurgreiðslu á iðgjöldum sínum frá Sjóvá.  Síðustu ár hefur viðskiptavinum gefist kostur á að ráðstafa hluta eða allri endurgreiðslunni til góðgerðamáls.  Í ár ákváðu rúmlega átta hundruð Stofnfélagar að verja hluta eða allri endurgreiðslu sinni til Lífs, styrktafélags kvennadeildar.

Líf styrktarfélag hefur þann tilgang að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við  konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.

Nánari upplýsingar gefa Sigríður Sigmarsdóttir, framkvæmdastýra LÍFS í síma: 695-1199 eða
Sigurjón Andrésson , markaðsstjóri Sjóvár í síma 844-2022.