Tíðni bruna vegna þurrkara eykst

Tíðni bruna vegna þurrkara eykst

Tíðni bruna sem rekja má til fataþurrkara hefur aukist. Algengasta ástæðan er sú að reglubundnu

viðhaldi og hreinsun á ló inni í þurrkara og barka er ábótavant. Þetta á sérstaklega við um fyrirtæki og rekstur þar sem notkun er mikil s.s. á hótelum, gististöðum og veitingahúsum. Á þessum vinnustöðum eru þurrkarar oft í notkun  yfir nóttina og getur eldur því kraumað án þess að nokkur viti af því ef viðvörunarkerfi fer ekki í gang.

Það er líka full ástæða til að hreinsa þurrkara á heimilum með reglulegu millibili. Það er góð regla að kynna sér vel leiðbeiningar til að tryggja örugga og endingargóða notkun, hreinsa alltaf ló úr síu eftir hverja notkun og leita til fagmanna til að láta hreinsa innan úr þurrkaranum.

Þurrkarar ættu aldrei, frekar en önnur rafmagnstæki, að vera í gangi yfir nótt eða þegar enginn er heima.

Sjóvá bendir á að hreinsun getur ekki eingöngu komið í veg fyrir tjón, heldur getur einnig bætt endingu tækjanna þar sem ló sem safnast fyrir veldur auknu álagi á vélarnar sem eykur rafmagnsnotkun og styttir endingartíma.

Hvað er hægt að gera:

Reglulega:
Hreinsaðu ló úr síum

Árlega:
Láttu opnað tækið (bakið) og hreinsa innan úr því 
Hreinsaðu útblástursbarka og rakaskilju í barkalausum þurrkurum

Myndin er af barka fullum af ló