Fólk vel undirbúið undir óveðrið

Fólk vel undirbúið undir óveðrið
Þrekvirki var unnið við björgun báta í Reykjavíkurhöfn.

Okkur hjá Sjóvá hafa enn ekki borist margar tjónstilkynningar vegna óveðursins í gær og nótt. Þó gæti komið meira í ljós þegar birtir af degi og eftir því sem líður á vikuna.

Það virðist sem fólk hafi verið vel undirbúið, lítið á ferðinni og tekið tilmælum vel. Þá var úrkoman minni en spár gáfu til kynna og mikill snjór á jörðu hefur mögulega dregið úr foktjónum.

Við minnum fólk á að vera áfram á varðbergi gagnvart vatnstjónum í dag.