Orkuveita Reykjavíkur semur við Sjóvá

Orkuveita Reykjavíkur semur við Sjóvá

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Sjóvá vegna vátrygginga Orkuveitunnar.  Samningurinn er til þriggja ára og er undirritun hans í kjölfarið á útboði um vátryggingar Orkuveitunnar sem opnað var 2. desember.

Sérstaklega er horft til forvarnasamstarfs á milli Orkuveitunnar og Sjóvár enda leggja fyrirtækin mikla áherslu á forvarnir og öryggi í öllu sínu starfi.

Nánari upplýsingar veitir Pála Þórisdóttir, Sjóvá í síma 440-2000 og Ingi Jóhannes Erlingsson, OR í síma 516-6000

Á meðfylgjandi mynd frá vinstri eru:  Ingi Jóhannes Erlingsson, áhættustýringu OR, Sveinn Segatta framkvæmdastjóri, sölu og ráðgjafasviðs Sjóvár, Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri Fjárhags hjá OR og Sigfús Sigurhjartarson viðskiptastjóri hjá Sjóvá.