Sjóvá styður Lionsmenn til góðra verka

Sjóvá styður Lionsmenn til góðra verka

Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans tvær bifreiðar af gerðinu Renault Trafic og Renault Clio til eignar í gær.  Í samstarfi við Sjóvá, N1 og B&L mun klúbburinn einnig veita árlegt framlag til að standa undir almennum rekstrarkostnaði bifreiðanna.

Bifreiðarnar verða nýttar í starf með inniliggjandi börnum og unglingum og fyrir vettvangsteymi göngudeildar.

Sjóvá er stolt af því að taka þátt í þessu frábæra framtaki Lionsmanna sem er sannkallað þjóðþrifaverk.