Sjóvá eflir nágrannavörslu

Í síðustu viku var hrundið úr vör hjá Sjóvá, átaki um kynningu á nágrannavörslu. Mörgum landsmönnum er nóg boðið eftir þá hrinu innbrota sem gengið hefur yfir að undanförnu. Áratuga reynsla af nágrannavörslu víða um heim hefur sýnt að það dregur úr innbrotum, skemmdarverkum og öðrum glæpum eftir innleiðingu hennar.

Sjóvá gefur út handbók fyrir þá sem vilja skipuleggja nágrannavörslu og bjóða einnig til námskeiðs þar sem kenndar verða þær aðferðir við nágrannavörslu sem þykja hafa heppnast best. Í leiðbeiningunum má sjá hvernig lágmarka má hættu á innbrotum og skemmdarverkum. Þátttakendur í nágrannavörslunni fá m.a. gátlista sem auðvelda þeim að fara yfir heimili sitt til að kanna hvort það er öruggt og hvaða atriði þarf að laga. Einnig fylgja leiðbeiningar um öryggi bílsins, ferðavagna, reiðhjóla, mótorhjóla og sumarhúsa. Hægt er að kynna sér nágrannavörsluna hér á sjova.is. Á vefnum er hægt að ná í handbók um nágrannavörslu á vefnum og skrá sig á námskeiðin. Stofnfélagar fá frítt á námskeiðið en aðrir þurfa að borga 1.000 krónur. Þeir sem vilja frekari upplýsingar geta einnig sett sig í samband við Forvarnahúsið í síma 440 2000.