Viðskiptavinir Sjóvá í Stofni fá 320 milljónir endurgreiddar!

320 milljónir endurgreiddar til tjónlausra viðskiptavina

Nú eru 320 milljónir króna á leiðinni til viðskiptavina sem ekki lentu í tjóni á síðasta ári og eru í Stofni. Þetta er í þrettánda sinn sem Sjóvá sendir viðskiptavinum í Stofni endurgreiðslu og við erum stolt af því að vera eina tryggingafélagið hér á landi sem umbunar viðskiptavinum sínum með þessum hætti. Í ár fá um 20 þúsund viðskiptavinir okkar í Stofni senda ávísun í pósti og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Meiri fríðindi
Í ár er í fyrsta sinn endurgreitt af iðgjaldi líf- og sjúkdómatrygginga til viðskiptavina sem eru með slíka vernd og um leið fellur úr gildi líftryggingingarauki sem viðskiptavinir í Stofni hafa notið. Til að halda sömu vernd mun líftryggingarfjárhæðin hækka sjálfkrafa sem nemur Stofn-líftryggingaraukanum hjá þeim viðskiptavinum sem eru með líftryggingu. Við þetta verða fríðindin við að vera í Stofni enn áþreifanlegri.
Viðskiptavinir í Stofni njóta ýmissa fríðinda auk endurgreiðslunnar. Kynntu þér nánar kosti Stofns með því að smella hér eða hafðu samband í síma 440 2000 eða á netfangið sjova@sjova.is.