Sjóvá tilnefnt til tveggja verðlauna hjá SVEF

Sjóvá tilnefnt til tveggja verðlauna hjá SVEF

Sjóvá hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2014, annars vegar fyrir bestu markaðsherferðina og hins vegar fyrir frumlegasta vefinn. Um sama vefinn er að ræða í báðum tilnefningunum hlaupafelagi.kvennahlaup.is en þar gátu konur fundið sinn hlaupafélaga meðal vinna sinna á Facebook.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða, eins og segir á vef SVEF.

Vefverðlaunin verða afhent 30. janúar næstkomandi í Gamla Bíó.