Söluferli Sjóvár - Gagnaöflun og fjármögnun lokið fyrir 18. mars

Þann 19. janúar sl. var tilkynnt um kaup fagfjárfestasjóðsins SF1 á 52,4% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.  Jafnframt var greint frá því að kaupsamningurinn sem þá hafði verið undirritaður væri háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ. á m. um upplýsingaöflun um tiltekna þætti í rekstri félagsins og endanlega samninga um fjármögnun kaupanna.  Ljóst er að sá tími sem áætlaður var fyrir þennan þátt viðskiptanna var vanáætlaður.  Í því samband má nefna að ráðgert er að endurskoðaður ársreikningur félagsins verði tilbúinn innan fárra daga.  Er nú miðað við að þessum þætti samninganna verði lokið þann 18. mars og að formleg erindi vegna kaupanna verði send til Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins í kjölfarið, en ekki lok febrúar eins og áður var ráðgert.