Í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í lok síðustu viku varð fjöldi tjóna. Alls hafa Sjóvá borist um 50 tilkynningar nú í upphafi vikunnar og má gera ráð fyrir að fleiri tilkynningar berist næstu daga. Flest tjónin tengjast þökum, köntum og þakplötum en einnig eru tjón sem tengjast hlutum sem ekki var gengið tryggilega frá áður en veðrið skall á.
Rétt er að benda fólki á að best er að koma hlutum í skjól innandyra ef þess er kostur. Ef nauðsynlegt er að geyma þá utandyra þarf að ganga tryggilega frá þeim. Hafið í huga að það er ekki bara það sem fýkur sem skemmist og glatast, heldur geta þessir hlutir valdið öðrum tjóni og jafnvel skaða.