Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla og hefst klukkan 20:00. Gert er ráð fyrir að fundinum verði lokið klukkan 22:00.
Í kvöld verður opinn fundur um öryggi og forvarnir í Vogum. Sérfræðingar Forvarnahússins ásamt lögreglu og fulltrúum sveitarfélagsins munu kynna öryggi og forvarnir. Sérstaklega verður farið yfir nágrannavörslu með það að markmiði að hún komist á í Vogum.