Heiti Sjóvá-Almennra breytist í Sjóvá

Heiti Sjóvá-Almennra breytist í Sjóvá

Heiti Sjóvá-Almennra breytist frá og með 1. febrúar en þá verður það einfaldað og verður Sjóvá. Fyrirtækið hefur borið nafnið Sjóvá-Almennar allt frá sameiningu fyrirtækjanna tveggja árið 1989.

Núverandi viðskiptavinir Sjóvá-Almennra hafa fyrir löngu slitið naflastrenginn sem þeir höfðu við annars vegar Sjóvá og hins vegar Almennar tryggingar. Í hugum þeirra er þetta eitt fyrirtæki. Ástæðan fyrir því að nafnið var samsett úr nöfnum beggja fyrirtækjanna var svo að viðskiptavinir þeirra þekktu sitt fyrirtæki eftir samrunann.

Útlitslega séð er auðveldara að vinna með nafnið Sjóvá en Sjóvá-Almennar. Sjónræn áhrif þess eru ferskari og það fer betur, t.d. á skiltum og í annarri umhverfisgrafík.

Með því að markaðssetja Sjóvá-Almennar undir heitinu Sjóvá fær fyrirtækið á sig nútímalegri blæ sem styrkir stöðu þess sem öflugt og framsækið fyrirtæki með sterka stöðu á tryggingamarkaði.